Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 173
Skírnir
Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ólafssonar
165
VII. i — e í endingum.
Eggert segir m. a. um þann rugling, sem almennur var um,
hvort rita skyldi i eða e í beygingarendingum:
„Nær eg nú hugleiði þá fornu framflutning og ber hana
saman við hina dönsku eður aðrar vorrar aldar í viðlíkum
tilfellum, þá kemst eg því næst, að heldur skuli e rita og
þó frambera þann hljóðstaf mitt á millum e og i i öllum
nöfnum og orðum. Samt þrætir eg ei stórt hér um við þá,
sem heldur hafa i útvalið, því að ei ríður á so miklu, en
þeir hafa ogsvo víða góð og gild dæmi sér fylgjandi.“
Honum finnst þó rétt að gera undantekningu um ending-
una -is í eignarfalli nafnorða og sömu endingu í atviksorð-
um og endinguna -ist í miðmynd, t. d. freisis, árdegis, engiz,
einnig í greininum, því að i sé í honum lausum. (2003,
79,—81. bls.)
I ágripinu til Bjama Pálssonar segir hann um þetta efni
meðal annars:
„Allir vita, að islenzkan hefur öngva náttúrlega termina-
tionem uppá i tenue [þ. e. i], heldur verður framflutning
þessa magra og létta e mitt á millum e og ie, svo að almúg-
inn veit ei, hvört hann skal heldur stafa eða tala. Ærin
eru dærnin, að hér skuli e rita, og Danir hafa það sama
óskýra e, framberandi þó miklu þekkjanlegar en vær, sem
slíka grein hljóðsins naumlega úrskilið eður útmálað getum.
Nú bókstafa Danir stöðuglega e á þessum stöðum.“ (59, 27.
-—28. bls.)
Hér verður síðar minnzt á athugagreinar Eggerts um e-
framburðinn almennt.
VIII. e — ie (fe).
Eggert vill yfirleitt ekki rita ie þar, sem borið sé fram je,
heldur aðeins e, því að það sé þarflaust nema ef til vill í
stöku orðum til aðgreiningar frá öðrum. (2003, 83. bls.)
Annars eru ekki fyllilega ljós öll ummæli hans um þetta
atriði. Hann segir, að orðin hlie, ve séu borin fram hles,
hlesens, ves, vesens o. s. frv. í beygingunni, en auðsjáanlega