Skírnir - 01.01.1951, Side 174
166
Árni BöSvarsson
Skímir
táknar e hcr je samkvæmt því, er hann segir um táknun
þess hljóðs í riti.
Um það, hvort rita skuli i eða j í framstöðu í orði, segir
Eggert m. a.:
„Hvar i i framburðinum stendur fyrir e, það er upphaf-
lega i tah framan til, þá má það ei vera i vönduðu riti. Til
dæmis skal bókstafa eg, el, að eta, en framflytia ieg, iel,
að ieta.“ (59, 45.-U-6. hls.)
Á öðrum stað bendir hann á, að fornmenn stuðli j á móti
sérhljóðum og þeir riti jafnan eta, eg, el, en þessi orð séu
borin fram ieta, ieg, iel. Af þessu dregur hann þá ályktun,
að i verði „ei fast í samhljóðlegu veldi“, og enn segir hann:
„Nú kemur þetta veldi í ljós eins í miðjum orðum og
endingum, þó óskýrara og hvikulra en i upphafi." Honrnn
finnst þó rétt að rita j, en ekki i, þar sem um þetta sam-
hljóð sé að ræða í framstöðu í orði, en ekki í innstöðu, „með
þvi að i hefur þar ei óskert almætti samhljóðenda.“ (2003,
127.—129. bls.) Sjálfsagt hefur hann þó miðað við, að und-
antekning væri gerð um je samkvæmt því, sem áður var
rakið.
IX. FramburZur e almennt.
Það er kunnugt, að til er í íslenzku nútímamáli allfjar-
lægt afbrigði e-hljóðsins,1) og mun þessi framburður m. a.
vera til nú í Breiðafjarðarbyggðum.2) Eggert hefur þekkt
þennan framburð, því að hann segir m. a.:
„Það er nú mjög farið að tíðkast á þessum dögum bæði
af lærðum og ólærðum að fram bera e nærri því með so
opnum munni sem a, og þykkir þvílík flágella mikil snilli
vera, þó sá framburður sé spánnýr og aldeilis rangur. Forn-
menn rituðu ýmist afsprengur og afspríngur, fwfdenge og
hafdínge, af því að þeir töluðu þar mitt á milli. Þeir skrif-
uðu engenn, fram báru einginn og inginn, sem Danir enn í
1) Sbr. Bjöm Guðfinnsson: Mállýzkur I, 60. bls.
2) Þennan sérkennilega, fjarlæga framburð e-hljóðsins notar Helgi
Hjörvar meðal annarra.