Skírnir - 01.01.1951, Page 175
Skírnir Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ölafssonar 167
dag, mec, þec, kærlegur, en töluðu mic, þic, kærligur.“ (2003,
81. bls.)
Annars staðar segir Eggert um þetta efni:
„Sú flágellilega pronuntiatio, sem nú er farin að tíðkast
við e í slíkum stöðum [þ. e. í flestum áherzlurýrum atkvæð-
um nema ákveðnum greini, eignarfallsendingu sterkra nafn-
orða og miðmyndarendingu], er nýsmiðuð, öldungis röng og
afleggjandi." (59, 28. bls.)
X. ang — áng o. fl.
Það kemur víða fram, að Eggert hefur verið ljóst, að í
fommálinu vom — í ósamsettum orðum — stutt (grönn),
en ekki löng (breið) sérhljóð á undan ng, og í slíkum stöð-
um vill hann halda forna rithættinum. Hann gerir þó und-
antekningu um fornafnið enginn og vill rita það einginn,
en alls ekki eynginn, þótt það sé „komið af því úrelta avng-
ur.“ (2003, 93. bls.)
Eggert fullyrðir, að framburðurinn á ang sé vemlega mis-
munandi eftir landshlutum. Engin rök hníga að því, að frá-
sagnir hans um þetta séu ekki réttar, þótt þeim hafi lítill
gaumur verið gefinn.
f Ferðabók segir hann m. a.:
„Vestfiordenes Indvaanere lastes især af andre deres Lands-
mænd, fordi de udtale ang, ligesom de Danske; men nogle
giore ogsaa for meget deraf, og sige aeng og aing, ligesom
Dstfiordenes Folk sædvanhg lees ud, fordi de udtale ang som
aung, hvilket nærmer sig til den Norske Fiæld-Bondes Ud-
tale. Almindeligst er Udtalen Sonder og Nord paa, midt imel-
lem begge, som aong, og dette kommer meest overeens med
det 12 Hundred-Aars Udtale; endskiont den först anförte
Vestfiordiske er rettest.“ (609. grein.)
f Réttritabókinni segir Eggert um þetta efni:
„Um þenna póst [þ. e. ang'\ er þræta meður íslend-
ingum, og plaga þeir að bregða hvörjir öðrum, vestur- og
austurbyggjar, að rangt fram beri. Nú er það satt, að æng
að tala eður rita, það er rangt, enda gjöra Austfirðingar
heldur mikið af sínum framburði, sem verður aaung. Þó samt