Skírnir - 01.01.1951, Side 176
168
Árni Böðvarsson
Skírnir
eru þeir nær veginum. — Norðlendingar þyngja ei so frekt
hljóðsgreinina. Þó framflytja þeir ang sem aúng og skrifa
jafnan cang, hvað ei heldur er rétt, og trauðla mun nokkurt
dæmi þar upp á finnast í gamallri íslenzku. Framflutning
norðlenzkra manna má ei lasta, ei heldur þeirra Vestfirð-
inga, sem tala ang, en svo eg láti mína meining í ljósi, þá
hafa fornmenn fram borið ang, aong og þyngst aoúng, og
nærri því tala fjallahændur enn þá í Norvegi, oúng.11 (2003,
27.-29. bls.)
1 ágripinu til Bjarna Pálssonar segir hann um þetta m. a.:
„ang er upphaflega ritað, en framflutningin er orðin ýmis-
leg. Sumir Vestfirðingar tala ang, aðrir œng, en Austfirðing-
ar þar þvert á móti aung, og gera hverutveggju of frekt af.
Norðlenzkir ganga meðalveg og næst hinni gömlu pronun-
tiatiu, hvörja fjallabændur í Norvegi enn tíðka, framberandi
ang sem aong.u (59, 13. bls.)
Þessi framburður, œng, er ekki með öllu útdauður enn.1)
Dr. Björn heitinn Guðfinnsson sagði í fyrirlestrum sínum
við Háskóla Islands 1948—1949, að hann væri enn lifandi
á þrem heimilum í Dalasýslu (Fellsstrandarhreppi) innan
um ang- og áng-framburðinn, og gat þess jafnframt, að á
uppvaxtarárum sínum í þessum hreppi hefði hann verið til
víðar á þessum slóðum. Honum getur þó ekki orðið langs
lífs auðið úr þessu.
XI. á — a í stöku orSum.
Um á eða a í orðum eins og Maria segir Eggert:
„Þá framflutning er ei vert að lasta, sem vér nú almennt
köllum rustamállýzku, sem er að tala Mcaria, hallelujca, etc.,
því aðrar Evrópuþjóðir tala enn viðlíka, hvör eftir sinnar
tungu genio, og lærðir menn forfeður vorir báru það fagur-
lega fram, sem vér nú löstum á almúganum.“ (59, 16.—
17. bls.)
Á öðrum stað segir hann, að upphrópunin avi sé borin
1) Sbr. uroxnæli dr. Björns K. Þórólfssonar í Rímum fyrir 1600,
522. bls.