Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 177
Skirnir Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ólafssonar 169
fram og rituð svo, „því að vér ætlum óhæversklegt að
segja oavy, eins og almúginn segir Mcarim, hallelujca etc.,
en eg vil svara við þetta gefna tækifæri, að sá framburður
almúgans er öngvan veginn svo lastverður sem vér hyggjum,
þar ei einasta lærðir forfeður vorir fram í fornaldir hafa
þann veg framflutt eða nærri því, heldur og segja allar sið-
aðar þjóðir vorra tíma og sveigt hafa framandi sagnir [þ. e.
orð] eftir sinnar tungu framburði. Já, í þessum stöðum,
hvar vor alþýða framflytur með höfugri hljóðsgrein a lat-
ínumanna, þar tala þær margar o eður ao með léttum tóni.
En til að skiljast vel við interjectionem cavy, þá segir eg,
að hún sé til vor komin frá þjóðverskum mönnum. Þeir æpa
auweh, og mér sýnist þeir hafa tekið það eftir au-væ Róm-
verja, hvör sögn samansett er af tveimur meðalorpningum
[þ. e. upphrópunum]. Verður svo auðsært hér af, að vér
eigum að tala cavý.“ (2003, 45.—47. bls.)
XII. AnnccS um sérhljód.
Eggert minnist á nokkrum stöðum á rithátt eins og bair,
baiarnes og segir, að hann sé á engu öðru byggður en „inn-
birlingu“ þeirra, er „halda nú réttast að bókstafa raddar-
stafi eftir daglegum framburði.“ (2003, 37. bls.)
Einnig minnist hann á framburðinn ei á undan gi og segir,
að náttúran fyrirskipi þann framburð, t. d. í leginn, degi
(2003, 89. bls.) Hins vegar minnist hann ekki neitt á fleir-
tölumyndir eins og legnir, slegnir, sem hafa töluverða sér-
stöðu í þessu efni.
XIII. Framstœtt v.
Þegar Eggert hefur rætt um ritháttinn u fyrir v, — er
hann kallar „samhljóðlegt þungaveldi“ u, — segir hann:
„Eins og i hefur hvikulan mátt samhljóðanda, so að forn-
menn hafa þar framflutt hljóðstaf, sem vér tölum í sam-
hljóði, helzt í stuðlum og þá þeir promiscue rituðu e og i
fyrir framan vocales, eins hefur um u gengið, og þess
leifar eru enn í voru máli, einkum sunnanlands og eystra.