Skírnir - 01.01.1951, Side 178
170
Árni Böðvarsson
Skímir
Þeir segja úestur, úor, úirke etc. Allt eins frambera Jótarn-
ir v.u (2003, 221,—223. bls.)
Og í ágripinu segir Eggert um þetta:
„Hvikult samhljóðsveldi u merkjum vér í framflutningi
austfirzkra og nokkra Sunnlendinga, þar þeir tala uestur,
uirke, uor, og þessu svipaður er Jótanna framburður enn í
dag.“ (59, 81. bls.)
XIV. hv — kv.
Elztu öruggu dæmi, sem enn hafa fundizt um rímskorðað
hv: k, eru frá ofanverðri 18. öld.1) Eggert hefur einnig
1) Til dæmis yrkir Sigurður Pétursson (1759—1827):
Eg vid brjóstin Abrahams
ei lítill skal þreýa
en qvar þeim verdi qvala hams
kann eg ekki’ að segja.
Ljóðmæli; Reykjavík, 1844; 224.—225. bls. — Neðanmáls í útg. stend-
ur: „qvar og qvala, er nordlendska, fyrir hvar, og hvala.“ — Og Bene-
dikt Gröndal eldri (1762—1825) yrkir svo („Unnustan"):
1 húslegri sýslan er hagnýtir allt,
og hannyrda-steinka sú besta eg kenni,
gódsom og hugul, ef ged mitt er kalt,
gjori eg þad sama, nær stutt er í henni;
foss vil eg hafa og Æaffe, þá vil,
hvart þad er nóg, eda slétt ekki til.
Hægra er ad óska sér, en ad fá
í henni verold stúlku þá.
Kvæði; Viðey, 1833; 109.—110. bls.
Jónas Hallgrímsson stuðlar og stundum saman hv: k, t. d.:
Og hvergi fá þeir Aaffibaun,
naha, naha, naha! (Ljóðmæli, 1947, 282. bls.)
Sálin mín úrikula, Ææra!
Þú foíðir sí og æ. (298. bls.)
Hafmey fögur! /ínaða, hvaða,
Aöld ert þú sem mjöll á ísi! (309. bls.)
Auðvitað stuðlar hann oft hv: h, svo sem:
Hafðu, bóndi minn, hægt um þig!
Hver hefur skapað þig i kross? (215. bls.)
Sbr. annars um þetta atriði: Bjöm Guðfinnsson: Breytingar á framburði
og stafsetningu, 21. bls. — og ritskrána aftast í þeirri bók.