Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 179
Skírnir
Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ólafssonar
171
þekkt þennan framburð, því að hann segir um framburð Vest-
firðinga, eftir að hann hefur sagt frá ung-framburði þeirra:
„Her [þ. e. á Vestfjörðum] udtales ogsaa iblandt va som
ua, og hv som qv, til hvilken Udtale man ogsaa finder tyde-
lige Spor i Jylland og Norge.“ (Ferðab., 609. gr.)
Hins vegar getur hann ekki um þennan framburð í Rétt-
ritabókinni.
XV. AnnáS um samhljóS.
Eggert talar um framburðinn Ib, rb fyrir If og rf og segir,
að þessi ritháttur finnist að vísu í fornum skjölum og megi
vera, „að almúginn hafi so forðum talað eða nokkrir menn
af honum, eins og enn brúkast á vorum dögum.“ Sem dæmi
þessa nefnir hann m. a. golb, kalbur, starb, þaurb fyrir gólf,
kálfur, starf, þörf, en kallar slíka bókstöfun „ei eftirbreyt-
andi“. „Það vita allir, að þessi framburður með b kallast
nú bögumæli almúgans.“ (2003, 59.—63. bls.)
Að sjálfsögðu minnist hann einnig á framburðinn bl, bn
fyrir fl, fn, en ekki er að græða á ummælum hans um
það atriði.
Um hn — kn segir hann m. a.: „Að skrifa og framflytja
kn, það er víst eldra en hn, hvað vér nú tíðkum, en hitt
Danir þar á móti. Samt er ei nauður þessu að umbreyta í
tali, en rita megu vér knappur, knífur, knöttur, knyta etc.“
Þó telur hann úrelt að rita knoda og k.nue. (2003, 117.—
119. bls.)
Á öðrum stað minnist hann á, að í framburði ruglist oft
saman kt og tt, svo sem þókti — þótti. (2003, 137. bls.)
Forsetninguna um vill hann ekki rita umm, þótt það sé
eftir „framflutning daglegri.“ (2003, 145. bls.)
Um r og rr segir hann m. a.: „Hvar í miðju sagna [þ. e.
orða] skuli r tvöfalda, þar um mun flestum saman koma.
Þó mismunar stundum framburðurinn.“ (2003, 185. bls.)
Afstaða Eggerts til framburðar hljóðasambandanna rsk og
rst er skemmtileg og sýnir vel, hversu laus hann var við
allan einstrengingshátt: „Um r fyrir framan sk er vel, að
það fram berist ei til að gæta hljóðsfegurðar, en í riti skyldi