Skírnir - 01.01.1951, Síða 180
172
Árni Böðvarsson
Skímir
það standa, hvar helzt sem vera á.“ — Og um rst: „Hljóðs-
fegurð krefur þess, að mann fram beri jafnan st, sem al-
mennilega tíðkast, og so stafar og almúginn.“ (2003, 191.
—193. bls.)
Meðal bögumæla, sem Eggert leiðréttir og enn hafa ekki
verið nefnd, eru þessi: iammótt fyrir jafnótt, IsslancL fyrir ls-
land1), loke yfer akur fyrir loge yfer akur, þön fyrir fön
og hoggve fyrir hafge (þyngd). (2003, 305.—307. bls., og
59, 119. bls.).
Lokaorð.
Hér hafa nú verið raktar þær bendingar, sem finna má
um íslenzka málssögu í þeim ritum Eggerts Ólafssonar, er
getið var í upphafi greinarkorns þessa. Er það ætlan mín,
að eigi sé frekari heimilda um það efni að leita í þeim ritum.
Reykjavík, á sumardaginn fyrsta 1951,
Árni BöSvarsson.
i) Eins og kunnugt er, er lengd hljóðanna í fyrri hluta þessa orðs
á reiki. Menn segja ýmist Issland (með stuttu í) eða tsland (með löngu í).
■—- Sbr. Björn Guðfinnsson: Mállýzkur I, 71. bls.
Aths. Eggert notar stundum líminga, t. d. tvöfalt a sem tákn fyrir á
og a og v samtengd sem tákn fyrir ö eða au, en þeir stafir eru ekki til
í prentsmiðjum hér. Þó hefur tvöfalt a verið búið til þar, sem þess þurfti
í þessari ritgerð, en límingurinn a og v saman er prentaður með beinu
letri innan um skáletrið, t. d. b&vgur. Hins vegar táknar av, að í hand-
ritinu eru þar tveir stafir, ekki límingur.
Á.B.