Skírnir - 01.01.1951, Side 181
ARNOLD R. TAYLOR:
TVÆR ATHUGASEMDIR VIÐ BANDAMANNA
SÖGU
I.
Bandamanna saga er varðveitt í tveim skinnhandritum:
Konungsbók (Gl. kgl. sml. 2845, 4to), sem er rituð á 15. öld,
og Möðruvallabók (AM. 132 folio) frá 14. öld, og er sagan
svo ólík í þeim, að menn hafa lengi deilt um skyldleikann
milli handritanna.1) Ýmsir fræðimenn hafa reynt að sýna,
að annarhvor textinn sé frumlegri, en þeim hefur ekki tek-
izt að sannfæra hver annan. Þetta vandamál virðist ekki
verða leyst. Það virðist þess vegna vert að geta hvers smá-
atriðis, sem getur gefið okkur hugmynd um tengsl milli þess-
ara handrita.
Snemma í sögunni biður Oddur föður sinn, Ófeig, fjár-
framlags, og er fróðlegt að bera saman svör Ófeigs í báð-
um handritum. 1 Konungshók stendur: „Ófeigr svarar ok
kvezk ekki mundu mikla tillQgu veita honum af því, er hann
hafði til unnit, ok því næst myndi hann vita, hve mikill
fulltingr honum er at því.“2) Möðruvallabók segir: „Ófeigr
svarar: ,Ekki mun ek minnka tillgg við þik ór því, sem þú
hefir til unnit; mun ek ok þvi næst gera, ok muntu þá vita,
hvert fullting þér er at því.‘ “ 2) Það er enginn vafi á því,
að skrifari Konungsbókar hefur ekki skilið frumtexta sinn
og sérstaklega hæðnina í orðum Ófeigs: ,mun ek ok því næst
gera‘, og hefur Möðruvallabók tvímælalaust rétta textann
hér. Aðalmismunurinn liggur í orðunum: Konungsbók —
mikla tillggu veita honum og Möðruvallabók — minnka til-
Igg vi8 þik. Hvemig á að skýra breytingu orðalagsins?
Ég hugsa, að það hljóti að stafa af mislestri á böndum í
1) Um þetta sjá Guðni Jónsson: Islenzk fomrit VII, bls. xcii.
2) Islenzk fomrit VII, bls. 295.