Skírnir - 01.01.1951, Síða 183
Skírnir
Tvær athugasemdir við Bandamanna sögu
175
að athuga, hvernig þau hafi getað komið í söguna. Lítil lík-
indi eru til þess, að orðin séu innskot, og líklegast er textinn
í Möðruvallabók styttur á þessum stað.
Það má ímynda sér, að höfundurinn hafi látið Öfeig gera
þetta af háði, en ef svo er, hlýtur Ófeigur að vera viss um
úrslit máls síns þá þegar. Ef það er ekki gert í háðsskyni, er
ljóst, að Ófeigur hegðaði sér hér allt öðru vísi en við mund-
um vænta eftir mannlýsingunni, er höfundurinn bregður upp
af honum. Ófeigur er of sjálfstæður til að krjúpa fyrir nein-
um. Maðurinn, sem skrifaði Bandamanna sögu í Möðruvalla-
bók, hefur séð þetta og sleppt því sem smekkleysu eða vit-
leysu. Aftur á móti er þetta nokkuð, sem við gætum vel bú-
izt við af veslings Ölkofra í þættinum. Meira að segja er öl-
kofri látinn gera þetta, að krjúpa auðvirðilega fyrir Guð-
mundi Eyjólfssyni og Skafta lögsögumanni: „Hann fell til
jarðar allr ok kraup til fóta þeim ok mælti.“ t)
Þetta virðist mér vera atriði, sem höfundur Bandamanna
sögu hafi tekið úr einhverri annarri sögu um ósjálfstæðari
mann en Ófeigur er, og þá helzt úr ölkofra þætti, án þess
að taka eftir, að það á ekki við lýsingu hans sjálfs á sögu-
hetjunni.
Það er ef til vill ekki óhugsandi, að orðin séu ekki upp-
runaleg í sögunni og að einhverjum skrifara, sem tók eftir,
hve sögurnar voru líkar, hafi þótt gaman að láta Ófeig krjúpa
fyrir Styrmi, eins og ölkofri gerði fyrir Guðmundi og Skafta.
En af tveim ástæðum væri sú skýring ólíkleg — fyrst af
því, að kringumstæðurnar eru algjörlega ólikar í báðum til-
fellum, og þá einnig af því, að þessi skýring gerir ráð fyrir
tvöföldum áhrifum milli sagnanna. Ef þessi orð eru innskot
skrifarans, hefur höfundur ölkofra þáttar tekið efni sitt úr
Bandamanna sögu, bætt því við til gamans, að ölkofri kraup
fyrir goðunum, og þá hefur einhver skrifari síðar á tímum
tekið upp úr þættinum þá nýjung í sína uppskrift af frum-
sögunni. Skýringin, sem telur Bandamanna sögu veitandann,
er miklu einfaldari.
1) Islenzk fomrit XI, bls. 87.