Skírnir - 01.01.1951, Page 185
Skímir
Brot úr ævi Islendings
177
og er henni mikið til afsökunar í þvi efni, þar hún var málinu og öllu
öðru hér í landi ókunnug, og þóttist mega búast við, að verða hér alla
æfi, aðskilin frá ættingjum og sínu eigin fósturlandi."
Átakanlegt er að kynnast hug Grims til þjóðarinnar, þá er hann hverfur
einn aftur til Islands, þegar þess er gætt, hve ömurleg síðustu embættis-
ár hans og ævilok urðu. Vorið 1849 (23. maí) gerðu Skagfirðingar hina
frægu norðurreið á hendur Grími til að heimta, að hann léti af embætti,
en þá hafði Grimur tekið banasótt sina (Andvari XLVI, 14—39). Hefur
það sannarlega verið vonsvikinn maður, sem beið dauða síns þá daga,
er hann átti eftir ólifaða, en Grímur lézt 7. júní 1849.
Þ. V.
Eftir margra ára erfið störf og fjarskyldan og sundurleitan
embættisferil hlaut hann háa borgaralega stöðu í föðurlandi
sínu, og með því hugðist hann hafa öðlazt alla þá jarðneska
hamingju, sem hann gæti nokkru sinni girnzt eða mundi
gimast. Það hafði ævinlega verið hugsjón hans að vinna fæð-
ingarey sinni gagn í áhyggjulausri og heiðarlegri stöðu, eftir
því sem ófullkomnir hæfileikar leyfðu.
En — hann gáði þess ekki, að hann var öðrum verum bund-
inn, og þeim var dvölin óþolandi á umræddri ey, sem honum
var svo kær. Þegar áður en hálft ár var liðið, krafðist hjart-
kær eiginkona hans að fá að fara burt. Þá var þessi ósk að
vísu þögguð niður með skynsamlegum fortölum; en ævinlega
lét hún þó á sér bæra — þótt hún væri aldrei látin jafngreini-
lega í ljós. Sérhver dagur, sérhver veðurbreyting, sérhvað það,
sem bar við á heimilinu, hversu smávægilegt sem það var,
sérhver samanburður á lífi manna í Danmörku og á Islandi
(og hann var oft gerður) varð henni ærið tilefni til að láta
í Ijós óánægju með ísland og íbúa þess, en tungu þeirra
skildi hún ekki og vildi raunar ekki skilja, fremur en lifnaðar-
hætti þeirra, lyndiseinkunn, hugsunarhátt og siðvenjur. Hún
var sífellt í andstöðu við íbúa landsins. Eiginmaður hennar
hlaut að gjalda þess, og engum vinnuhjúum var unnt að halda
eða þau ekki fáanleg. tJr allra ásjónum mátti lesa, og allt,
sem sagt var og gert, bar vitni um óánægju með Island og þrá
eftir hinu unaðslega þægindalífi í Danmörku. Þar að auk var
viðkvæðið, að hvergi nema þar væri unnt að veita börnunum
uppeldi og menntun, að sjálfsögðu til þess að ala aldur sinn
12