Skírnir - 01.01.1951, Síða 186
178
Grímur Jónsson amtmaður
Skírnir
í Danmörku, því að þau voru auðvitað hvorki til þess ætluð
né höfðu löngun til að lifa á Islandi.
Það fékk mjög á eiginmanninn — föðurinn — að horfa dag-
lega á þessi blóm, sem voru sprottin upp í frjórri jarðvegi
og í mildara loftslagi, snúa krónum sínum mót suðri, tárast
og sölna. Hann var nógu skammsýnn til að sækja um emb-
ættaskipti, leggja í sölurnar frama sinn, virðulegt embætti —
hið eina, sem ætíð hafði verið honum keppikefli og samsvar-
aði hæfileikum hans, þekkingu, öllum hugsunarhætti og ævi-
draumi. Á fæðingarey sinni hafði hann séð margt óskynsam-
legt, margt auvirðilegt og ámælisvert; en hann hafði fund-
ið sannan mannkærleik, sem hann — því miður! — endur-
galt eigi tilhlýðilega, en sá kærleikur lét eftir sig óafmáan-
legar minjar í djúpum sálar hans, því að hann var með öllu
óeigingjarn. Þegar hann missti á einni klukkustund aleigu
sína á voveiflegan hátt og hann gat ekki vænzt neinna bóta,
réttu fórnfúsar hendur honum rausnarlega gjöf, sem nægði
allt að því til að rétta við hag hans að fullu. Það snart hann,
en tæplega eins nánasta vandafólk hans.1) Og — við þessu
landi og þessari þjóð sneri hann baki!
1 bænum M[iddelfart] í Danmörku, en þangað báru ör-
lögin hann, var hann settur yfir sveitar- og bæjarlögreglu,
réttnefnda sorpdyngju, sem hann átti að róta til í og hreinsa;
— starf, sem náði ekki hærra en vera linnulaus og slítandi
1) Amtmannssetrið á Möðruvöllum brann aðfaranótt 6. febrúar 1826.
(Bréf Gríms til rentukammers ll.febr. 1826, sbr. dagbók þess í Þjskjs., nr.
15, 691). Heimilisfólk komst nauðulega úr eldinum, og varð fáu öðru bjarg-
að. Jón Espólín segir, að boðsbréf hafi gengið viða um að bæta amtmanni
skaðann, „en hvergi mæltist hann til sjálfr". Söfnuðust nær 200 dalir úr
Skagafirði, en miklu meira úr Húnavatns- og Vaðlaþingi og víðar, rúm-
lega 1000 dalir úr siðastnefndu héraði. „Var þó eigi vandhæfislaust med
öllu, því engar gjafir þág hann af einstökum mönnum berlega, svo at
sumum þótti illa virt fyrir sér, — ok má vera slíkir hafi gjört sik of bera,
— ok ei nema af heilum sveitum, sýslum eda hérudum; skaut Baldvin,
handritari hans, son Einars Gudmundarsonar á Hraunum, helzt at sýslu-
mönnum at senda bodsbréfin, en sjálfr lézt amtmadr einkis beidast, þótti
sumum sidan hann léti þat lítt ásannast, en lof gott lagdi hann á gód-
vilja manna vid sik í prentudum tidindum, þó var enginn nefndr til“
(fslands Árbækr XII, 156).