Skírnir - 01.01.1951, Page 187
Skírnir
Brot úr ævi Islendings
179
afskipti af lœkjarrennsli, kráarhaldi og snjókasti — krydd-
að daglegu samneyti og viðskiptum við þá þorpara, sem lentu
í klóm réttvísinnar, úrhrak þjóðarinnar. Fjölskylda hans
hafði þó ekkert út á þetta að setja.
Meðal kunningja hans á fslandi vakti brottför hans óánægju
og eftirsjá. f Danmörku var hann hæddur og spottaður; við
því mátti búast, og það var verðskuldað. Hann bjóst við
ríkulegu endurgjaldi — ef til vill of ríkulegu — sem birt-
ast mundi í þakklæti og hluttekningu fjölskyldunnar fyrir þá
fóm, er hann hafði fært. En — þar skjátlaðist honum. Hún
var alltof hamingjusöm, skuldinni var jafnvel skellt á hann
sjálfan fyrir umskiptin.
En — með guðs hjálp — leysti hann störf sín af hendi;
það var „labor sine voluptate'M Þannig liðu nokkur ár, þang-
að til dóttir — og það kær dóttir — sem lét sér fátt um
finnast sára heimþrá föður síns, gerðist svo fífldjörf og guð-
laus að kippa í viðkvæmasta strenginn, er tengdi foreldra
hennar og henni var vel kunnugt um, með því að hún fékk
þá óheillavænlegu hugmynd að vilja hjálpa móður sinni til
að hrifsa til sín meiri ráð en henni bar. Það var ófyrirsynju.
Faðir hennar hafði aldrei synjað neinnar sanngjamrar eða
réttmætrar kröfu; en — úr angurværð hans var ekki unnt að
draga með óréttlæti, þó að í því gæti falizt undirbúningur
undir þau yfirtök, sem dóttirin þráði að ná yfir miður glögg-
skyggnum unnusta sínum, er — mirabile dictu! — gerðist
bandamaður þeirra og reyndist jafnblindur á margháttaðan
vinsemdarvott sem á eigin framtíðarheill. Með fulltingi nefnds
unnusta síns — að því er virtist að yfirlögðu ráði beggja —
jós dóttirin fúkyrðum yfir saklausan og sorgmæddan föður
sinn. Og yfir þetta framferði lagði ástkær móðir hennar
blessun sina og varði af ákafa. Já — það var látið sem ekk-
ert væri — en það var klókindabragð, sem því miður hafði
stundum áður verið beitt. Móðirin lagði samþykki sitt á, að
dóttir hennar hafnaði að leita fyrirgefningar og sátta, þótt
hún væri margsinnis til þess hvött. Bugaður faðir hennar sá,
að hér var allt með ráðum gert, samsæri gegn honum, og
sannarlega var það svo! — Þetta gat hann ekki afborið. Þá