Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 188
180
Grímur Jónsson amtmaður
Skímir
—■ og aldrei fyrr né síðar -— óskaði hann sér dauða. Að
minnsta kosti duldist honum ekki, að annaðhvort varð hann
sjálfur að víkja eða dóttir hans.
En — einmitt þá var björgunin nærri; þá bar svo við, að
guð kallaði burt eftirmann hans í virðingarstöðu þeirri, sem
hann hafði gegnt á ættjörð sinni. Ástkær eiginkona hans lét
þess þá getið, „að í þessu sæi hún sérstaka ráðstöfun forsjón-
arinnar, víshendingu, og réð eiginmanni sínum til að snúa
aftur til fyrra embættis“, þ. e. a. s. einum síns liðs. Hvað
olli? Var það kærleikur? Var ráðið þrauthugsað, og hafði hún
íhugað vendilega afleiðingar skilnaðarins (því að hún sjálf
vildi ekki og börnin máttu ekki fylgja föður sínum til Is-
lands, sem fyrr segir, en þess gat hann ekki heldur óskað)
— eða var ekki gert ráð fyrir því, að fallizt yrði á uppá-
stunguna? —
Hvað sem öllu leið — hinn mæddi faðir lét ekki segja sér
þetta tvisvar; hann herti upp hugann, sótti um embættið og
fékk það. Af öllu hjarta hafði hann innilega elskað ástkæra
eiginkonu sína. Nú, þegar hann sá, að hún leit aðeins á hann
sem hvert annað húsgagn, þegar tilfinningum hans og þján-
ingum var engin hluttekning sýnd, þegar hún reis gegn rök-
studdum óskum hans varðandi son þeirra, þegar hún virtist
grípa fegins hendi og kynda undir samblástur dóttur og
tengdasonar, þá — þá leitaði hinn vonsvikni faðir og fann
þann sálarfrið, er hann skorti, á ættjörð sinni, sem hann unni
eilíflega. Hann sá eftir beztu getu farborða þeim, sem voru
og mundu alltaf verða honum ástfólgnir, en nú yfirgáfu hann.
Þrátt fyrir það og þó að skyldulið hans sæi eða hlyti að sjá,
hver framtíð var búin fjölskylduföðurnum, varð hann engu
að síður að þola margt á þeim tíma, sem það dróst, að hann
færi burt vegna þess, hversu stóð á árstíð, og fyrir önnur
atvik. Hann þráði skilnaðarstundina — það verður hann að
viðurkenna með hryllingi. Hún kom, og hjarta hans — sært
hjarta hans, var — miskunnsamur guð fyrirgefi það! — orð-
ið að ís. Svo virtist einnig sem kuldinn væri gagnkvæmur.
Eftir farsæla heimferð hitti hann hér fyrir sömu virðingu,
sömu óeigingjömu velvild sem fyrr. Aðeins hér fann hann