Skírnir - 01.01.1951, Page 189
Skirnir
Brot úr ævi Islendings
181
kærleik. Ö, guð! láttu hann aldrei gleyma honum eitt and-
artak; láttu viðurkenningu hans haldast vakandi í sál hans!
Yfirleitt finnst honum hann nú vera hamingjusamur; hann
vinnur af gleði, hvort sem það verður skammur eða langur
tími, sem forsjónin ann honum, að því marki, sem á sér
hljómgrunn í sál hans; hann vinnur af veikum mætti fyrir
ættjörð sína.
En — þess kærleiks, sem er skilyrði fyrir og æðst fyll-
ing mannlifsins — kærleiks eiginmanns, föður — hans
naut hann ekki og var meinað að njóta hér. Hans nýtur
hann ekki framar, öðru vísi en sem daufs endurskins gegn-
um þokuhjúp fjarlægðarinnar. Samt — býr hann nú við
frið. Hann finnur huggun í vitundinni um, að líf hans og
starf beinist nú að marki, og þrár hans finna hvíld, þær sef-
ast, í hugleiðingum líkum þeim, sem skáldið lætur í ljós í
hinu dýrlega kvæði sínu:
Wer sich der Einsamkeit ergibt,
ach! der ist bald allein;
ein jeder lebt, ein jeder liebt,
und lásst ihn seiner Pein.
Ja — lasst mich meiner Qval!
und kann ich nur einmal
recht einsam sein,
dann bin ich nicht allein.
Mich einsamen die Qval!
Ach werde ich erst einmal,
einsam im Grabe sein,
da lásst sie mich allein.1) —
Skrífað á fslandi í október 1843.
1) Kvæði þetta er eftir Goethe og er í sögu hans, Wilhelm Meisters
Lehrjahre (Goethes Sámtliche Werke. Jubiláums-Ausgabe. Stuttgart und
Berlin. 17. bindi, 156.—157. bls.). Framan af þriðja erindi eru hér felldar
þessar ljóðlínur:
Es schleicht ein Liebender lauschend sacht,
ob seine Freundin allein?
So úberschleicht bei Tag und Nacht
mich einsamen die Pein.