Skírnir - 01.01.1951, Síða 190
JAKOB BENEDIKTSSON:
NOKKUR HANDRITABROT
Það er kunnara en fré þurfi að segja að hér á landi er harla lítið
um skinnhandrit. Hitt vita færri, þótt staðið hafi á prenti, að þó nokkur
skinnblöð og slitur úr skinnblöðum eru til hér á söfnum. Ástæðan er sú
að þeim hefur verið helzt til litill sómi sýndur, engin fullnægjandi skrá
verið til um þau, og efni þeirra ekki kannað til hlítar. I fyrra vetur
fór Magnús Már Lárusson prófessor yfir þessi brot til þess að athuga
hverjar leifar kirkjulegra hókmennta kynnu að leynast þar. 1 þessari
leit sinni rakst hann á nokkur blöð úr íslenzkum söguhandritum sem
aldrei hafa verið notuð við útgáfur. Merkilegast þeirra, og það eina
sem almenningur hefur haft spurnir af fram að þessu, var blaðið úr
Heiðarvíga sögu. En fleira reyndist þar fróðlegt, og verður hér á eftir
gerð grein fyrir nokkrum öðrum blöðum og birtur texti sumra þeirra
þar sem ástæða þótti til.
Um útgáfu textanna skal þetta tekið fram. Textarnir eru prentaðir
stafréttir; leyst er úr böndum án þess að upplausnir séu skáletraðar,
enda eru böndin að engu leyti óvenjuleg. Þess skal getið að er-merkið
er leyst upp á tvennan hátt í endingum: í fyrsta og síðasta brotinu
(Guðmundar sögu og riddarasagna-brotunum) er það leyst upp -er, en í
Maríusögu-brotinu (nr. 3) aftur á móti -ir; er þar farið eftir því hvem-
ig oftast er skrifað fullum stöfum i handritunum. Þar sem prentað er
‘firir’ í fyrsta og síðasta textanum hafa handritin styttinguna f með
eins konar i uppi yfir (fullum stöfum er skrifað í þessum handritum
firer); sama stytting er í Maríusögu-brotinu leyst upp ‘fyrir’. Stundum
er skrifaður upphafsstafur fyrir tvöfaldan samhljóða (einkum G, N, r) í
innstöðu eða enda orðs, og er þá öðru hverju settur depill yfir, og hon-
um varð að sleppa í prentuninni, en upphafsstafurinn hefur þó ekki verið
prentaður tvöfaldur. Sleppt hefur verið broddum yfir i og j, sem not-
aðir eru yfir rómverskum tölum í fyrsta brotinu, og miklu viðar í öðru
og þriðja brotinu; þessir broddar hafa þá eina þýðingu að greina i frá
öðrum stuttstöfum með beinum leggjum. öðrum broddum yfir stöfum
er haldið, Þar sem prentað er aa (= á) eru a-in dregin saman i einn
staf í handritunum. — Skammstafanir eru fylltar, en fyllingar settar
í sviga. 1 horriklofum standa eyðufyllingar og orð eða bókstafir sem
ekki verða lesin með neinni vissu. Greinarmerkjum og upphafsstöfum