Skírnir - 01.01.1951, Síða 191
Skímir
Nokkur handritabrot
183
handritanna er haldið óbreyttum, nema að gæsarlöppum er bætt við
þar sem við átti.
1. Tvö blöð úr Guðmundar sögu góða (,,miðsögunni“).
Tvö skinnblöð samföst í fjögra blaða broti (23X15 cm), skrifuð um
miðja 14. öld. Varðveitt í Landsbókasafni (óskrósett). Skriftin í einum
dálki, 35 línur á bls.; kapítulafyrirsagnir rauðar, upphafsstafir í köflum
til skiptis rauðir með grænum skreytingardráttum og grænir með rauð-
um skreytingum; fyrsti upphafsstafurinn í brotinu er rauður, sá næsti
grænn o. s. frv. Höndin á brotinu er vafalaust sú sama og ó Möðruvalla-
bók (AM 132 fol.), skriftin er þó heldur smærri. Tvö blöð úr sömu sögu
og vafalítið úr sama handriti eru í Ámasafni í AM 220 fol. I (sjá hand-
ritaskrá K&lunds og Biskupa sögur I, bls. lvii). Jón prófessor Helga-
son hefur gert mér þann greiða að athuga þessi brot og eru þau að
sögn hans skrifuð með sömu hendi og Möðruvallabók, og öll önnur
einkenni þeirra koma heim við brotin í Lbs. Blöðin hafa verið notuð
í kápu utan um kver í talsvert minna broti, og er brotið inn af jöðmm
nema á ytri spássíu fremra blaðs; þar er saumaður í þvengur sem
bundið hefur verið utan um kverið. Fremsta og aftasta blaðsiðan em
óhreinar og sums staðar nokkuð máðar, einkum í brotunum, og text-
inn þar á nokkrum stöðum torlesinn.
Með blöðunum liggur miði þar sem greint er efni þeirra, en mið-
inn er skorinn úr umslagi, og stendur ó því þessi utanáskrift: „Háæru-
verðugur Herra prófastur sr. Daníel Halldórsson R. af Dbr. Hólmum
Reyðarfirði" (pr. þar 1880—92). Ef til vill em blöðin frá honum
komin.
Blöðin hafa verið innst í kveri, og textinn er því í samhengi. Hann
samsvarar textanum sem prentaður er í Biskupa sögum I, bls. 59331
—59812. Textinn er prentaður hér á eftir í heilu lagi.
[ . . . Vm morgi]ninn var snemma til tiða farit. ok er
lokit var morgintiðum þa gekk biskup or kirkiu ok oll alþioð
manna ok gekk b(iskup) firer austr avaullinn fra kirkiunni
ok er hann slettr ok fagr ok tekr miog at vatninu fram. ok
erv þar griot gardar sterker at eigi brioti vollinn þa er af1
landi er vindr. b(iskup) geingr at garðinum ok blezaði vatn-
it. ok mællti siðan „huersu mikil hefer veiðr verit ivatninu
isumar er var.“ þorsteinn s(eger). „eingi herra minn [ok
er] oss2 þat mikit hallæri er huergi ero veiðar ivatninu."
en þar lagu vaurpur agarðinum er b(iskup) hafði at gingit
Svo hdr., at Bps. 2 Mjög óljóst.