Skírnir - 01.01.1951, Page 197
Skírnir
Nokkur handritabrot
189
hvorugt handritið er frá hinu runnið. Orðamunur er talsverður, sums
staðar hafa skinnblöðin nokkru fyllri texta eða annað orðalag, annars
staðar aftur á móti villur ]iar sem prentaði textinn er réttari. Hér verður
ekki farið út í nánari samanburð á textunum, enda þyrfti að athuga öll
brot sem til eru af sögunni til þess að sá samanburður kæmi að fullum
notum. Eitt atriði skal þó bent á. Ljóst virðist að rittengsl eru milli þessa
texta og íslenzku þýðingarinnar á sögu Guðmundar góða eftir Arngrím
ábóta. Jarteinimar koma þar að vísu í allt annarri röð, og frásögnin er
yfirleitt orðuð á annan hátt, en ýmis orðatiltæki benda þó á að þýðand-
inn hafi haft texta miðsögunnar til hliðsjónar. Nokkur orðatiltæki af
þessu tagi má finna sem benda til þess að þýðandinn hafi notað texta
sömu gerðar og þann sem á skinnblöðunum stendur en ekki þann sem
prentaður er í Bps. I. Dæmin em þessi:
Bps. I 5944 em nefnd ,varpnet‘ (siðar í frásögninni aðeins kölluð net);
skinnblöðin hafa á þremur stöðiun ,vörpur(nar)‘; saga Amgríms nefnir
og ,vörpurnar‘ Bps. II 14424, ekki varpnet.
Bps. I 59515 segir að ,son‘ Ála hafi séð lax í ánni; skinnblöðin hafa
,synir‘, og sama stendur í sögu Amgríms, Bps. II 14114.
Bps. I 5983 vantar orðin „fyrir tröllagangi miklum“ sem standa á
skinnblöðunum; í sögu Amgríms stendur, Bps. II 1101: „menn þóttust
þar eigi byggja mega sakir tröllagangs".
Bps. I 59811 stendur: „sem þá er naut leika ok láta öskurliga"; skinnbl.
hafa: „sem naut leika ok sem þá er þau láta fátíðligast"; í sögu Arngrims,
Bps. II 1108: „sem þá er naut leika fátíðligast".
Tvö síðustu dæmin virðast taka af allan efa um að sá sem þýddi sögu
Arngrims hefur verið vel kunnugur miðsögunni í sams konar gerð og
skinnblöðin em úr, ef til vill sjálfu því handriti.
2. Blað úr Guðmundar sögu góða eftir Arngrím ábóta.
Öskrásett skinnblað í Lbs., í arkarbroti (26X19.5cm), skorið á jöðr-
um. Skriftin frá lokum 14. aldar, tvídálkuð; hafa verið 38 línur á bls.,
en tvær efstu línurnar að mestu skomar af, annars er lesmál óskert.
Höndin nokkuð stór, regluleg, vön skrifarahönd; rauð kapítulafyrirsögn
og rauður upphafsstafur. Blaðið hefur verið notað í kápu og er fram-
hlið blaðsins, sem út hefur snúið, bæði máð og óhrein og víðast torlesin.
Blaðið er komið í Lbs. úr safni Stefáns alþingismanns Jónssonar á Steins-
stöðum.
Textinn svarar til Bps. II 368—395, byrjar: ... mjeinliga at hon ogn-
ar; endar: færa þinn haals vndan okinu. Blaðið er úr handritinu AM 219
fol., en það handrit em leifar af stórri skinnbók, sem á hafa verið bisk-
upa sögur; meðal annars eru þar varðveitt sjö blöð úr Guðmundar sögu
Amgrims. Hið fyrsta þeirra hefst á textanum í Bps. II 423, og sést af
því, að á milli þess og blaðsins í Lbs. vantar að heita má nákvæmlega
jafnmikið lesmál eins og það sem stendur á blaðinu í Lbs. (82 línur í