Skírnir - 01.01.1951, Side 198
190
Jakob Benediktsson
Skirnir
Bps. II). Auk þess má færa að þessu önnur rök. Jón Helgason hefur
gert grein fyrir handritunum að Guðmundar sögu Arngríms í formála
sinum að ljósprentuninni á Stockh. perg. fol. nr. 5 (Corpus cod. Isl. XIX,
sjé einkum bls. 17—18 og 20), og bendir þar ó að pappírshandritið AM
398, 4to sé uppskrift ó Guðmundar sögu Amgrims eftir AM 219 fol.,
meðan það handrit var heilt. Að beiðni minni bar hann saman kafla úr
texta blaðsins í Lbs. við AM 398, 4to, og reyndist hann koma heim í öll-
um meginatriðum, og má því telja vafalaust að blaðið sé úr handritinu
AM 219 fol. Þess má geta að eitt blaðanna úr Guðmundar sögu í
AM 219 fol. kom ekki ó Ámasafn fyrr en 1879, en þá fékk safnið blaðið
að gjöf frá Bókmenntafélaginu, og hafði það verið notað í kápu utan
um handrit af Austurlandi.
Ekki er ástæða til að prenta texta blaðsins hér, bæði af því að orða-
munur við textann sem prentaður er í Bps. II er ekki mikill, og eins
vegna þess að einhvem tíma verður vonandi AM 219 fol. og þetta blað
notað til hlítar við nýja útgáfu á Guðmundar sögu Amgrims ábóta.
3. Tvö blöð úr Maríu sögu.
Tvö óskrásett skinnblöð í Þjóðskjalasafni, úr sama handriti en ósam-
stæð; í arkarbroti (32X21 cm). Skriftin frá siðari hluta 14. aldar, frem-
ur smá en greinileg, tvídálkuð, 52 línur á bls. Blöðin hafa verið notuð
í band á bók og eru rotin og sködduð; blað nr. I skert á öllum jöðmm
nema að ofan og nokkuð af lesmáli glatað, nr. II betur varðveitt en göt-
ótt. Blöðin komu í Landsskjalasafnið frá Reykholtskirkju 25/6 1901, og
samkvæmt áskrift Jóns Þorkelssonar á kápu utan um þau hefur hann
gert ráð fyrir að þau yrðu afhent Landsbókasafni, en úr því hefur ekki
orðið. Jón Þorkelsson hefur séð að blöðin em úr handriti sem til em
nokkur slitur úr í Ámasafni: AM 240 fol. IX, en þau brot kallar Unger
a í útgáfu sinni (1871). Þetta er augljóst af því að blað I tekur við
beint á eftir brotinu a 4 hjá Unger, án þess að neitt vanti á milli, og
blað II tekur við beint á eftir brotinu a 6 hjá Unger.
I. Textinn svarar til bls. 47731—48232 og 19030—1929 í útg. Ungers,
byrjar: minum almætti. at þar fyrir minkiz þeirra verdleikr . . . endar:
vel þeirra stio[rn . . . Blaðið er skert neðst og vantar texta sem svarar
192i0-i3 áður en brotið a5 hefst (sjá bls. 48234). Texti skinnblaðsins er
mjög nákominn þeim sem Unger prentar á bls. 477—482 (eftir AM 240
fol. V = f hjá Unger), en það brot þrýtur 48232. Framhald textans er
í mjög svipaðri gerð á bls. 190—192 eftir Stokkhólms-handritinu perg.
4to nr. 11. Orðamunur við þessi handrit sem nefnd vom er hvergi stór-
vægilegur, enda sést af útgáfu Ungers að a-brotin em mjög lik þeim
þar sem leiðir þeirra liggja saman. Hér verður því ekki gerð frekari
grein fyrir honum.
II. Textinn svarar til bls. 50824—51319 í útgáfu Ungers. Upphaf þessa
kafla (til 50924) er í útgáfunni tekið eftir brotunum / og g (= AM 240 fol.