Skírnir - 01.01.1951, Page 206
198
Jakob Benediktsson
Skímir
II. Úr Erreks sögu.
(Sjá Erex saga, utg. av G. Cederschiöld, Khöfn 1880, bls.
li-2).
[Erreks] saga.
Saga þessi er af Riddara einum er errek het son ilags kongs.
errek war einn af .xij. koppum artus kongs enns rika ok enns
agæta. Ok fra env kringlotta bordi hans. enn þar hefer til
frasagnar sogu þessa. At artus kongur war j einum kastala
[þeim er Kardijgan het . ..
b verso (sjá Erex saga, bls. 2!-8).
... komzt. Lytti þat e[in]ginn firir au[drum þuiat þeir]
woro um slika h[luti ... Ok] er aller woro sem gladazster
þaa l[ætur] artus kongur kuedia sier hliods. Ok tok suo
[til mals. ,,þat] er ydur kunnigt at hier fer nu vm skoginn
einn hjorturi At oss hefer oftliga . .. hofu uær margan dag
elltan hann. en alldri feingit hann veiddann. Hann er huit-
ur . . . nu aller þeir er mer uilia fylgia. se buner aa mor[gin
Brotin úr Mírmanns sögu eru úr svipaðri gerð og þeirri sem Kölbing
nefnir C í útgáfu sinni og prentuð er þar neðanmáls eftir AM 593 a, 4to.
Frávik eru þó svo mikil að varla getur verið um beint samband að ræða
milli þessa handrits og skinnbrotanna. Þess ber og að gæta að endi sög-
unnar vantar í þeirri gerð sem Kölbing prentar í meginmáli, og er eyð-
an fyllt eftir ungu handriti og breyttu, svo að ekkert verður fullyrt um
afstöðu brotanna til aðalgerðar sögunnar.
Brotin úr Erreks sögu em það eina sem til er á skinni úr þeirri sögu,
en hún er annars eingöngu til í miklu yngri pappírshandritum (sjá for-
mála Cederschiölds að útgáfunni), og telur útgefandinn þau öll mnnin
frá sömu skinnbók. Texti brotanna er þó töluvert frábmgðinn, og er það
merkast að hann hefur varðveitt réttari mynd á nafni söguhetjunnar:
Errek, þar sem pappírshandritin hafa Erex (Erix). Kemur það betur
heim við hina upphaflegu frönsku mynd nafnsins: Erec. Að öðru leyti
má benda á að skinnbrotin virðast um sumt koma betur heim við hand-
ritið Sth. papp. fol. nr. 46 (b í útgáfunni) en aðalhandrit útgáfunnar.
Að vísu em brotin svo lítil að óvarlegt er að draga af þeim miklar álykt-
anir, en þessar samsvaranir benda þó frekara til þess að útgefandinn hafi
gert helzt til lítið úr b og ef til vill haft skrifara þess, Jón Vigfússon,
fyrir nokkmm getsökum, þar sem hann eignar Jóni afdráttarlaust meg-
inið af frávikum handritsins b frá aðalhandritinu.
1 o-iS skr. meS krók aS ofan.