Skírnir - 01.01.1951, Side 207
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
FORNT HELGIDAGABOÐ
(AM. 696, 4to, fragni. XXIX)
Meðal brota í Árnasafni eru 4 blöð, samföst á kili tvö og tvö. Stærð
þeirra er 16,3X12,5 sm, en 19 línur á hverri síðu. Blöð þessi munu
rituð um eða eftir 1500. Eins og að vanda lætur, er ýmislegt krot á
spássíum. Hið helzta er: Sigfús Gíslason meh. á bl. 3 r. og Erlendur á
bl. 2v. Hvort tveggja er ritað á 17. öld. En á saurblaði utan um blöðin,
því að þau eru bundin í bók ásamt öðrum brotum, stendur 14/9 ’88.
Um 1888 hafa blöðin sennilega verið tekin innan úr bandi einhverrar
bókar í Árnasafni, því að þau bera þess merki, að kver hafi verið saum-
uð í þau.
Þessi fjögur blöð eru allathyglisverð og frekar skemmtileg af-
lestrar, rituð á góðri íslenzku, þótt latínunnar gæti að vísu sums staðar.
Þau geyma fyrirmæli um helgidagahald á nokkrum tilteknum dögum:
Jóladegi, Stefánsdegi, Jónsdegi og Barnadegi á bl. 4, Þrettándanum,
Geisladegi, Pálsmessu, Kyndilmessu, Agötumessu og Pétursmessu á bl. 1
og 2, og Gregoríusarmessu? og Gvendardegi á bl. 3. Af þessu sést, að
blöðin hafa verið bundin í rangri röð. Rétta röðin verður þá: bl. 4, 1,
2 og 3. Auk þess kemur í ljós, að eitt blað vantar á milli bl. 4 og 1 og
annað á milli bl. 2 og 3.
Nokkur atriði eru eftirtektarverð í þessum fyrirmælum.
Fyrsta blaðið hefst á nokkrum línum, sem efalaust eiga við Þrettánd-
ann. Röð hinna messudaganna sker úr um það. Svo virðist sem guðspjall-
ið af brúðkaupinu í Kana hafi fylgt þeim degi. Þá eru fengin hér ein
tengsl enn við ensku kirkjuna, eða hómilíur Beda prests, og hina gallik-
önsku. Nú fylgir guðspjall það 2. sd. e. þr. og hefur gert æði lengi vegna
áhrifa frá Missale Romanum og hómilíum Karls mikla.
Kaflinn um Agötumessu er og eftirtektarverður. Agata mær hin helga
var uppi á þriðju öld á Sikiley. Var hún göfugra manna og vildi eigi
þýðast rómverska landstjórann. Var hún því pyntuð vegna trúar sinnar
og lézt í dýflissu hinn 5. febr. 251. Þykir gott að ákalla hana við brjósta-
meini. Agötu saga er prentuð í Heilagra manna sögum. En nú segir í
fyrirmælunum, að það hafi verið „gamalt heit at halda heilagt hér heima
á staðnum sem sunnudaga. Því býð eg þat at halda eftir því vani er til.“
Hér mælir sá, er valdið hefur. Væri fengur að vita, hver hann hafi ver-
ið og hver sá staður muni vera.