Skírnir - 01.01.1951, Side 208
200
Magnús Már Lárusson
Skírnir
Þrjár kirkjur hafa verið helgaðar Agötu meyju: Ingunnarstaðakirkja
i Kjós var helguð Agötu einni eftir máldaga 1180. Melakirkja í Mela-
sveit var helguð Guði almáttkum og sancte Marie, Pétri og Andree, Ste-
phano, Olavo, Laurentio, Martino, Thorlaco, Agathe, Lucie og Kolnis-
meyjum og öllum helgum eftir máldaganum um 1220. Laugardælakirkja
í Flóa var helguð Guði og vorri frú og helgu Agathe eftir máldaganum
1397. Um engan þessara kirkjustaða virðist geta verið að ræða.
Agötulíkneski var til árið 1525 í kirkjunni að Völlum í Svarfaðardal
og árið 1397 að Steinum undir Eyjafjöllum. Auk þess er Agötulikneski
á Hólabríkinni miklu, sem Jón Arason gaf. En i Viðeyjarmáldaga 1226
segir, að altarið að norðan hafi verið helgað Martino, Nicholao, Thorlaco,
Agathe og Lucie. Á Hólum var til Agötu saga árið 1525. En það getur
vart verið einsdæmi, þar semi sagan er enn til í þremur handritum: einu
komnu úr Eyjafirði og tveimur úr Skálholtsbiskupsdæmi. Þess skal og
getið, að til er saga af Agötu og Lúcíu, sbr. Viðey og Mela, komin af
Suðurlandi, og önnur af Agötu einni, komin frá Skálholti.
Um Grenjaðarstaði er það vitað, að þar hefur verið heilagt á Banda-
degi, Teódórsmessu, Vincentíusarmessu og Agötumessu eftir máldögunum
frá árunum 1318, 1394 og 1461. Nú er Vincentíusarmessa 22. janúar.
Hefði hún því átt að koma inn á milli Geisladags og Pálsmessu í fyrir-
mælunum, en svo er ekki. Og koma Grenjaðarstaðir því vart til greina.
Hins vegar segir máldagi kirkjunnar að Fossi á Mýrum 1181, að þar
eigi að syngja annan hvern dag helgan, Páskadag, Maríumessur allar,
Nikulássmessu og Agötumessu. Fosskirkja var hálfkirkja, stóð eigi lengi
og kemur vart til greina.
Dagsetningar á bréfum segja ekkert annað en það, að Agötumessa
sé komin inn í tímatalið og notuð um land allt til tímaákvörðunar á
15. og 16. öld. Hitt er það, að Tumi Sighvatsson var drepinn að óvilja
Guðmundar biskups aðfaranótt Agötumessu að Hólum 1222, eftir því sem
Guðmundar saga hin eldri greinir frá. En ártíðar Tuma var minnzt í
Viðey og að Helgafelli.
Hitt er eftirtektarverðara, að nafnið er mjög óalgengt á konum. Ef
til vill hefur beyging þess í íslenzku sært málsmekk manna, ekki sízt
forna beygingin: Agata, um Ögötu. Á miðöldum er getið þriggja kvenna,
er þessu nafni hétu: Agata Helgadóttir, abbadís í Kirkjubæ, Agata Jóns-
dóttir, sem getur við gjörning i Húnaþingi 1369, og Agata, kona eða
bamsmóðir Finns Þorvaldssonar á Másstöðum um 1500.
1 Kristinrétti er Agötumessa ekki nefnd, hvorki i hinum foma né i
hinum nýja.
Af þessu lauslega yfirliti má sjá, að helgi Agötu meyjar hafi á 13.
og 14. öld aðallega verið kunn á Suðvesturlandi. Eftirtektarverð er lík-
ingin með helgun Melakirkju og altarisins i Viðeyjarkirkju.
Því liggur næst að halda, að fyrirmæli þessi hafi verið sett einhvers