Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 209
Skírnir
Fornt helgidagaboð
201
staðar í þeim landshluta. Sá, sem það gerir, er þá biskupinn í Skálholti,
því að á færi presta var það ekki.
Auðvitað er það ágizkun ein að segja, að Árni biskup Helgason hafi
verið hér að verki. Sterkar likur eru til þess, að hann hafi ritað eða sagt
fyrir sögu Staða-Árna, móðurbróður sins. En margt bendir til, að fyrir-
mæli þessi séu að stofni til frá fyrra hluta 14. aldar. Málfarið er gott
og óspillt. Stillinn er góður og ekki ósvipaður þeim, sem er á sögu
Staða-Áma.
En nú má tengja ætt Staða-Árna við dýrkun Agötu meyjar, og skal
fyrst telja, að Ámi Helgason er bróðir Agötu abbadísar. Bendir nafn
hennar til, að ættmenni Staða-Árna hafi haft mætur á Agötu meyju. Sé
saga Staða-Árna athuguð gaumgæfilega, koma atriði í ljós, sem tengja
ættina við svæði það, þar sem helgi Agötu meyjar virðist helzt kunn.
Eftir víg Ormssona 1252 flytur Þorlákur, faðir Staða-Áma, ásamt öllu liði
sínu búferlum frá Rauðalæk í öræfum til Guðrúnar, dóttur sinnar, er var
gift Jörundi Sigmundssyni á Reynivöllum í Kjós. Vom þau þar eitt ár,
en næsta vetur vora þau fyrir búi Ólafs Jónssonar á Hofi á Kjalamesi.
Þaðan flytjast þau svo í Skál austur á Síðu (1255?). Ásbjörg, móðir Árna
biskups Helgasonar, en elzta dóttir Þorláks, er ef til vill þegar gift Helga
Loftssyni í Skál fyrir 1252. Þriðja dóttir Þorláks og hin yngsta er Þor-
gerður, er átti Klæng Teitsson að seinna manni, en hann gerðist kanóki
í Viðey um 1287. Elzti bróðir Staða-Áma, Magnús, gerðist seinna á æv-
inni kanóki í Viðey. Næstelzti bróðir Árna biskups Helgasonar, Bjami,
var prestur í Görðum á Álftanesi. Afi Árna, Loftur Svartsson, átti Guð-
rúnu, dóttur Hamra-Finns, en bróðir hennar, Bjami, átti dóttur, er Þóra
hét. Sú var kona Þormóðs í Gufunesi. Þar við bætist, að ártíðar Árna
biskups er minnzt í ártíðaskrá Viðeyjar (hinn 21. jan.) og að visu einnig
í ártíðaskrá Vestfirðinga. Auðvelt er að víkka sviðið og taka upp tengsl
Guðmundar gríss og ættboga hans við Viðey.
Nú segir i annálum, að árið 1293 hafi verið vígð frú Agata abbadis
í Kirkjubæ. í klaustursögunni í kirkjusögu Finns biskups er þess getið,
að sú Agata hafi verið dóttir Þorláks, systir Staða-Árna, og þá móðir
Árna biskups. 1 Sturlungu segir hins vegar aðeins um þær systur, Þor-
lóksdætur: Ásbjörg nunna, Þorgerður og Guðrún, systur í Kirkjubæ. Þær
hafa þó allar gengið í klaustur, er lífsstarfi þeirra var að verða lokið.
Sé rétt hermt í klaustursögunni, þá fæst enn ein merkileg ébending um
mætur ættmenna Staða-Árna á Agötu meyju.
Nú þarf þetta ekki að vera rétt, því að það er vitað, að Guðný Helga-
dóttir, dóttir Ásbjargar, giftist árið 1275 Þórði Hallssyni ó Möðruvöllum,
en 1252 virðist Ásbjörg þegar gift Helga í Skál. Hins vegar er Ámi
biskup, yngsti sonur hennar, orðinn ,kapalín‘ Staða-Árna árið 1288. 1304
vigist hann biskupsvígslu. Hann er því fæddur árið 1264 eða öllu heldur
fyrr. Ásbjörg hefur því verið nokkuð við aldur órið 1293 og lúin eftir