Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 211
Skírnir
Fornt helgidagaboð
203
naut í þrjá parta. Er hún hér í nýrri og ferskri mynd, sem gæti jafnvel
virzt frumlegri en þær, sem standa í Jarteiknabókinni í Miðsögunni
(Bisk., Rvik 1948, II 464—467), sem virðist samin skömmu eftir 1318, og
sögu Arngrims ábóta (III, 387—388), sem rituð er laust fyrir miðju 14.
aldar. Frásagan lijá Arngrími af mönnunum fjórum er sennilega sama
sagan í annarri mynd (III, 344). Að sumu leyti virðist helgisögnin hér
í fyrirmælunum standa nær Jarteiknabókinni en sögu Aragrims. Eina
verulega hvikið frá báðum textunum hinum eru orðin: lízt mér hann eigi
kotkarlaeign og frásögnin um, að Guðmundur hafi varpað bollanum á
jörðina.
Prófessor Einar Öl. Sveinsson benti mér á, að Jóhann Sigurjónsson
notaði þessa helgisögn í leikritinu Galdra-Lofti. I öðrum þættinum segir
ráðsmaðurinn við Loft, son sinn: „Ég skal segja þér sögu af einum
af gömlu biskupunum. Einu sinni, þegar hann var ytra, komu þrjár Guðs
ölmusur inn í stofuna til hans. Hann átti ekkert skotsilfur, en dýrmætan
silfurbikar. Hann fleygði bikarnum í gólfið, og það undur varð, að hann
hrökk sundur i þrjá jafna parta. Þetta skapaði frægð hans á íslandi. —“
Jóhann hefur efalaust stuðzt við frásögu Jarteiknabókarinnar, eins og sést
af niðurlaginu.
Hér á eftir eru þá fyrirmælin prentuð. Stafsetningin er ekki fyllilega
samræmd, heldur er ok og og, ek og eg, -r og -ur o. fl. haldið, eins og
í frumriti stendur. Ef til vill gefst innan tíðar tækifæri til að birta
textann stafréttan ásamt öðrum, hingað til ókunnum eða lítt kunnum
brotum. M. M. L.
AM 696, 4to, fragm. XXIX:
(Bl. 4 r.) ... rra Jhesu Christi skulum vér halda sem vér
kunnum bezt með öllum góðgjörningum at helgi ok tíða til-
sókn, með mildi ok ölmusugæði vit fátæka menn ok öllum
góðum hlutum í Guðs augliti, svo sem Guð gefur oss fremst
vit ok skilning til, því at þessum degi er engin hátíð hærri
á tólf mánuðum af því, at hann er samjafn sjálfum páska-
deginum. Þat er öllum mönnum skylt at þurrfasta fyrir ok
vinna til nóns.
Á (—o—jdaginn í þessari vikunni er messudagur (Bl. 4 v.)
blessaða Stephani protomartyris, er fyrstur allra manna þoldi
písl ok dauða eftir písl ok dauða vors Drottins Jhesu Christi.
Var hann barinn í hel með grjóti. Fór hann svo með píslar-
sigri á þessum degi, fyrstur allra manna eftir písl Guðs son-
1) Gat.