Skírnir - 01.01.1951, Síða 212
204
Magnús Már Lárusson
Skímir
ar, til himiríbis. Skulum vér þann [dag]1) halda at helgi
ok tíða tilsókn [sem]1) hinar stærri postulamessur.
Á (—o—)daginn í þessari vikunni er messudagur (Bl. 4 v.)
Jóns postula, af hverjum svo er ritat, at Drottinn hafi hann
mest elskat allra sinna lærisveina. Ok svo er ritat, at Pétur
postuli hafi mest unnat Guði allra þeirra. Skulum vér því
þó efalausliga trúa, at sá muni beztur, er Guð elskar mest.
Líflát eða dauða þessa Guðs postula má ek eigi segja yður,
en þat má eg segja yður, at á þessum degi var hann upp
numinn til himiríkis. Þessi Guðs vinur, Jóhannes, var svo klár
ok hreinn fyrir öllum röngum fýstum sem en skærasta jung-
frú: Skal þann dag halda at helgi ob tíða tilsókn sem enar
stærri hátíðir.
Á (—o—)daginn í þessari vikunni er messudagur þeirra
flekklausu barna, er Herodes kongur lé.t drepa í Betleem borg,
þá hann spurði, at Guðs son var bofrinjn1) hingat i heim.
Kongr Gyðinga hugði, þat hann ....
(Bl. 1 r.) .. jarteign í augliti sinna lærisveina, því at
hann gjörði þá vín ór vatni at brullaupi in Cana Galilee.
Þenna dag skulum vér halda með allri vandvirkt og kunn-
áttu svo sem hinar hæstu Guðs hátíðir.
Á (—o—)daginn í þessari vikunni er octava dagur þrett-
ánda dags, og er þá eigi við verki varnat, en sungit hátíð-
liga í heilagri kirkju svo sem helga daga. Kallar heilög kristni
þann dag Geisladag. Mega þeir gjöra hans minning, sem
þat vilja gjöra í einhverjum góðum hlutum.
Á (—o—)daginn í þessari vikunni er messudagur heilags
Páls postula. Kallast sá dagur conversio Pauli. Þat er at skilja:
réttsnúningardagur Páls postula. Því at þar sem hann reið ok
(Bl. 1 v.) ætlaði at stríða í móti kristnum mönnum, þá kom
rödd yfir hann svo mælandi: „Saule, Saule, hvat sækir þú at
mér.“ Við þessa rödd Drottins varð honum svo mjök, at hann
féll af hestinum í óvit. En í því niðurfalli, segir heilög skrift,
at hann væri upp numinn til hins þriðja himins ok næmi
hann þar allt þat gott, sem hann vissi, ok prédikar hann síðan
1) Gat.