Skírnir - 01.01.1951, Page 213
Skírnir
Fornt helgidagaboð
205
af guSligum stórmerkjum, ok hafði sjálfan Guð fyrir meist-
arann. Ok sem hann raknaði við, lá hann þrjá daga ok þrjár
nætur sjónlaus ok mállaus ok neytti engrar fæðu. En sem
Guð gaf honum aftur sýn sína ok mál, þá var hann orðinn
sem sauður af vargi. Sneri hann ótöluligum fjölda lýðs til
heilagrar trúar. Ok svo er at kveðit, at hann drægi náliga
allan heiminn (Bl. 2 r.) eftir sér í sínum kenningum. Þann
dag skulum vér halda sem postulamessur at helgi ok tíða
tilsókn ok öðrum góðgjömingum.
Á (—o—) daginn í þessari vikunni er messudagr heilagr-
ar Guðs móður Marie ok er haldinn í þá minning, er hón
fór til templum domini með sinn signaða son svo sem hit
foma lögmál bauð öllum giftum kvinnum. Því at vor Drott-
inn kom at fylla lögmálið, en eigi at niðr brjóta. Gekk hón
í templum domini með sinn signaða son með þvílíku offri,
sem siður var til fátækra kvenna. En þar var þá einn rétt-
látur prestur, Simeon að nafni. Hafði hann oft beðit Guð,
at hann skyldi eigi deyja, fyrr en hann hefði séð Guðs son
lifanda hér á jarðríki. Kenndi hann nú sinn (Bl. 2 v.) sign-
aða skapara. Orti hann þá canticam: Nunc dimittis Guði til
dýrðar, hver jafnan er sunginn í náttsöng. Skulum vér þenna
háleita dag halda at helgi ok tíða tilsókn sem aðrar hennar
hátíðir ok fasta fyrir við þurrt ok vinna til nóns.
Messudagr Agathe meyjar er á (—o—) daginn í þessari
viku. Var hón pínd undir valdi Quintiani jarls í Sikiley með
þeim hætti, at hón var brennd kvik í eldi. Er þat gamalt
heit at halda heilagt hér heima á staðnum sem sunnudaga.
Því býð eg þat at halda, eftir því vani er til.
Á (—o—) daginn í þessari vikunni er messudagr ens
blessaða Péturs postula ok er haldinn í þá minning, er hann
setti biskupsstól sinn í Antiochia í þeirri borg, er svo heitir.
Söng hann þar hina fystu messu. Skulum vér þann dag . ..
(Bl. 3 r.) ... mestur ok vinna til miðs aftans. Eigi eykur
þar föstum fyrir, framar en hver vill gjöra.
Líflátsdagr hins blessaða Guðmundar biskups er á (—o—)
daginn í þessari vikunni. Ok er þat öllum þessa lands lýð kunn-