Skírnir - 01.01.1951, Page 214
206
Magnús Már Lárusson
Skímir
igt orðit, hvílíkur dýrðarmaðr hann hefir verið bæði í lífinu ok
eftir lífið, eða hversu mikit ofurefli hann þoldi af sínum und-
irmönnum í mörgu volki, útlegðum og rekstri með fátækt
bæði utan lands ok innan. Hans ómildir undirmenn tóku
undir sig dómkirkjuna ok hennar góz ok gjörðu sér at her-
fangi. Þeir drápu hans menn, en aflimuðu suma, en hröktu
hann sjálfan með mörgum meiðslum. Og þó lét hann aldrei
af Guðs vandlæti fólkit at minna á betur at gjöra. Svo
(Bl. 3 v.) var hann mildr við fátæka, ef fátækur maður
bað hann ölmusu, þá gaf hann honum, þó eigi væri einn
peningr eftir. Sem vottar sá atburður, sem varð einn tíð, er
hann var í Noregi. Þrír menn komu ok báðu hann undir
eins allir senn. Biskup spurði þá klerk sinn, hvat til var.
Klerkurinn sagði þá engan pening til nema bollann erki-
biskupsnaut. „Ok lízt mér hann eigi kotkarla eign,“ sagði hann.
„Síra minn,“ sagði hann biskupinn, „lát koma bollann,“
sagði hann, „þvi at eingi hlutur er Guði of góður.“ Þá tók
biskup við bollanum ok mælti: „Einn er hluturinn, en þrír
mennirnir.“ Þá varpaði biskup bollanum fram fyrir sig á
jörðina ok mælti:1) „Skipt þú, Drottinn,“ sagði hann, ok þá
hraut sundur bollinn í þrjú stykki. Ok vó einginn hluturinn
öðrum meira. Tók þá sinn hlutinn hver hinn fátæki maðrinn.
Hér með átti þessi Guðs vinur eigi ateins þrautir . . .
1) Er eins og það væri skafið. Ef til vill stendur: innti.