Skírnir - 01.01.1951, Page 215
RITFREGNIR
Austfirðinga sögur. Jón Jóhannesson gaf út. Islenzk fornrit XI. bindi.
Reykjavík 1950. Hið íslenzka fornritafélag.
1 þessu bindi Islenzkra fomrita eru fleiri sögur en í nokkru hinna tíu,
sem Fornritafélagið hefur látið gefa út. Þar eru Þorsteins saga hvíta, Vopn-
firðinga saga, Þorsteins þáttur stangarhöggs, ölkofra þáttur, Hrafnkels
saga Freysgoða, Droplaugarsona saga, Brandkrossa þáttur, Gunnars þáttur
Þiðrandabana, Fljótsdæla saga, Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, Draumur
Þorsteins Síðu-Hallssonar, Þorsteins þáttur Austfirðings, Þorsteins þáttur
sögufróða og Gull-Ásu-Þórðar þáttur, þ. e. 14 rit alls.
Það kemur sér vel, að Jón Jóhannesson prófessor er glöggur maður og
gerhugull, því að hann hefur átt í mörg horn að lita við útgáfuna. Út-
gefendur þeirra Islendinga sagna, sem frægastar eru eða fyrirferðarmestar,
eiga að því leyti einfaldara hlutverk, að þeir mega einbeita sér að fá-
einum tengdum meginatriðum og hafa að auki við meiri rannsóknir eldri
manna að styðjast en notið verður við Austfirðinga sögur. Það er alveg
sjálfsagt, sem Jón tekur á sumum stöðum fram í formála, að hann hefur
orðið að láta bíða rannsóknarefni, sem þyrftu að fá úrlausn við síðari vís-
indaútgáfur þessara sagna. Hitt er eftirtektarverðara, hve geysimörgu hann
hefur komizt til að sinna og ráða fram úr til nokkurrar hlítar. Og vinnu-
brögð Jóns eru ávallt heilbrigð og vekja traust lesandans.
Aldrei hefur það ljósar komið fram en í þessu bindi, að Sigurður Nor-
dal prófessor er búinn að móta íslenzka ritskýrendastefnu og að sú stefna
muni hvergi njóta sín betur en hjá mönnum, sem gæddir eru öfgalausri
gerhygli dr. Jóns Jóhannessonar. Um þessa meginstefnu og vinnubrögð
formálans og skýringa get ég sparað lýsingarorðin, því að Skírnislesend-
um er hún kunn.
Um meðferðina á hverri sögu um sig yrði oflangt að tala í ritfregn
vegna fjölda þeirra. Textaumbætur eru miklar frá eldri útgáfum. Handrit
úr Landsbókasafni hafa t. d. ekki verið notuð vísindalega fyrr við texta-
rannsókn þessara sagna. Skaði þykir mér, að ekki skuli birtir mismunandi
textar þar, sem mikill munur er á gerðum sögu (t. d. munurinn á Drop-
laugarsona sögu í 162 og M). En bindið mun hafa þótt í þykkara lagi
án þess.
Ýtarlegustu formálaritgerðimar eru um Droplaugarsona sögu, Hrafn-
kels sögu og Vopnfirðinga sögu. Hlutfallið milli skáldskapar og sanninda