Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 217
Skírnir
Ritfregnir
209
þar hlaut sá fjandi að vera táknaður í mynd lifandi veru, gat ekki fjandi
kallazt ella. Má því víst þykja, að höfundur hafi séð þetta fyrir sér eins
og Orkneyinga saga lýsir, að er vindur hlés í merkið, var sem hrafn beindi
fluginn. Þá mynd þurfti til fyllingar „sýmbólsku“ hrafnamáli Njálu við
bardagann. Og skyldi eigi Hrafn rauði sjálfur, tilbúin söguhetja, vera eitt-
hvert afkvæmi sama líkingamáls?
Að þessu athuguðu virðist mér getgáta Jóns um tilviljun eina i orða-
mun kráks og fjanda sagnfræðilega heilbrigð að vísu, en hitt þó fyllri
sannleikur, að skáldleg undirferli sögumanns ráði orðabreytingunni og
margar Islendinga sögur séu raunar fullar af sams konar undirferli.
Hitt umtalsefnið tek ég úr Vopnfirðinga sögu. Hún er saga hefnda,
sem virðast óstöðvandi, hver ný hefnd kallar á aðra gagnkvæma, og sár-
ast er, að þetta eru frændvíg. Samkvæmt lögmáli listar er lausn og sætt
óhugsandi, nema nýr kraftur dragi aðila til sættanna. Sá kraftur kom
að síðustu, Jórunn Einarsdóttir Þveræings, eftir að hún varð kona Þorkels
Geitissonar. Niðjar hennar og Þorkels hafa mótað sögnina þannig og ólík-
legt, að söguritarinn hafi neinu um það breytt. Ef þetta reynist sögulega
rangt, er þar að ræða um skáldskap á munnlegu stigi frásagnanna, en
ekki skáldvilja 13. aldar höfunda.
Um sagnfræðigildi Islendingasagna skiptir hins vegar miklu, hvort slík
meginatriði viðburðatengsla eru rétt eða röng. Eigi lái ég dr. Jóni, þótt
hann sé tregari að hafna trúleik þeirra en lausra smáatriða, sem kippa
má brott og vefengja, án þess að samhengi sögu raskist. Undantekning er
skáldskapur Hrafnkels sögu. Nema flestar reynist undantekningar.
Bardagi í Böðvarsdal varð 989 og sættin það haust. Ef þetta væri rangt,
týndi sagan ofmiklu af sannfræðigrundvelli sinum til þess, að það komi
til álita í þessu sambandii „Torveldara er að koma sumum öðrum atriðum
sögunnar heim við þetta tímatal," segir Jón (xxiv), „... hæpið er, að
sættin hafi orðið svo snemma sökum aldurs Jórunnar, jafnvel þótt hún
hafi verið elzt bama Einars Þveræings og innan við tvítugt um þetta leyti.
Þó er eigi fráleitt, að það fái staðizt. Hallfríður Egilsdóttir, fyrri kona
Þoríkels, er enn á lífi, þegar Geitir er veginn (sjá 53. bls.). Ef Þorkell
hefur kvænzt Jórunni 988 eða 989 og hún þá verið um 16 vetra, þarf
Einar, faðir hennar, eigi að vera fæddur fyrr en um 950, og má hann
vel hafa verið svo gamall.“
Hálfgert skin gegnum orðalag dr. Jóns, að hann trúi því ekki nema
sem örlitlum möguleika, að Jórunn hafi aldur til að koma á sættinni 989.
Vantrú mina á möguleikanum hef ég fyrr látið í Ijós (Islenzk fomrit X,
bls. liv).
Það atriði, að gifting Jórunnar kunni að hafa gerzt 989 fyrir bardag-
ann, samrýmist illa sögunni. Það tíðkaðist ekki, að höfðingjabrúðkaup
stæðu þann árstima, sem vegir máttu ófærir heita, og torleiði var víða
minna en milli Eyjafjarðar og Vopnafjarðar. Fram yfir vorþing og dag-
inn, sem bardaginn stóð, gat það ekki orðið, og síðan lá Þorkell í sámm.
14