Skírnir - 01.01.1951, Side 218
210
Ritfregnir
Skímir
Dæmið er þá þannig upp sett, að Jórunn muni fædd 972, gift 988 og
hafi 17 vetra gömul skörungsskap til þess, sem enginn gat áður, að sætta
Þorkel mann sinn við föðurbana hans. Afleiðing þessa er talin, að Einar
Þveræingur muni fæddur um 950, en eigi nær 960, eins og sennilegt
þætti af frændsemistengslum hans.
Ef önnur hörn Einars en Jórunn virðast eigi fara að giftast fyrr en
eftir kristnitöku, verður þetta tortryggilegt. Um það skal rætt.
1 niðjatali Einars, Vatnshyrnugerð Þórðar sögu hreðu, eru þrjár af
dætrum hans taldar fyrr en Jórunn: Halldóra, Hallfriður, Helga, en tvær
á eftir: Valgerður og Vigdís. Synir Einars Þveræings eru taldir Járn-
Skeggi, Klyppur, Þorleifur og Áslákur. Verður eigi um aldur þeirra sagt,
nema hinn fyrstnefndi hefur e. t. v. fæðzt um 1000 og á um 1058 son
sinn búandi á Þverá, en dvelst þá um skeið við hirð Haralds harðráða
(Ljósvetninga saga).
Hallfríði Einarsdóttur átti Snorri goði, og ól hún honum son látnum
1031 eða 1032. Hún hefur því fæðzt um líkt leyti og bardagi varð í
Böðvarsdal, örfáum árum fyrr eða seinna. Helgu Einarsdóttur átti Ljótur
Hallsson af Siðu. Ljótur virðist fæddur um það bil, sem Böðvarsdalsbar-
dagi varð eða síðar, ef marka skyldi Njálu um æsku hans, er hann féll,
1011. Helga kona hans ætti að vera svipuð á aldur, og eina dóttur áttu
þau, Guðrúnu. Dóttursonur Guðrúnar er sagður Þorgils Oddason, og mæl-
ir aldur hans heldur gegn því, að hjúskapur Ljóts og Helgu hafi byrjað
fyrr en um það leyti sem Njálsbrenna varð. Halldóru Einarsdóttur átti
Þórarinn sælingur, sem örðugt er að árfæra. En Guðrún dóttir þeirra
kemur við mál Ljósvetninga sögu 1057, og bendir ekkert til, að Þórarinn
sælingur hafi kvænzt fyrir 1000. Niðurstaðan um þau börn Einars Þver-
æings, sem elzt ættu að vera, sýnist sú, að þau hafi byrjað að fæðast eftir
980 eða 983, þegar hans getur fyrst að marki við eyfirzkar deilur.
Ef Jórunn ætti að vera langelzt af börnum Einars (og eiginkonu hans
samkvæmt fyrrnefndu niðjatali), mætti aldur niðja hennar eigi gerast
ótrúlegur við það. Eitt barn áttu þau Þorkell Geitisson, svo að vitað sé,
Ragnheiði, móður Þuriðar, móður Margrétar, konu Bárðar svarta í Selár-
dal, sem enn var röskur til herferðar 1121 (Þorgils s. ok Hafliða). Bárður
átti og samkvæmt Sturlungu Bimu Aronsdóttur og börn sín flest með
henni, og hefur Margrét getað verið fyrri kona hans og eitthvað eldri en
hann, en þó varla fædd fyrr en um 1060. Ragnheiður Þorkelsdóttir hefur
þá fæðzt svo seint, að það eitt bendir til, að Þorkell hafi ekki fengið Jór-
unnar, síðari konu sinnar, fyrr en eftir kristnitöku eða um svipað leyti
og talið er í Vöðu-Brandsþætti, ótryggri heimild raunar.
Það væri kynlegt, ef ættleggur Jórunnar, sem var í 5. lið frá landnáms-
manni, gæfi hverjum ættlið á undan henni 20 ára líf til tímgunar eða
minna, en henni og hverjum ættlið kvenna á eftir henni þá blessun, að
eignast ekki bam fyrr en á fertugsaldri. Skyldi ekki heldur sennilegt, að