Skírnir - 01.01.1951, Page 219
Skírnir Ritfregnir 211
Jórunn hafi verið hjalandi barn um það leyti, sem hún á að hafa snúið
fjandskap í frið í Vopnafirði?
Að lokum get ég snúið við blaði og viðurkennt, að nokkrar af ár-
færslum þeim, sem ég tíndi nú til, séu ekkert traustari sagnfræði en full-
yrðing Vopnfirðinga sögu um afrek Jórunnar 989. En hverju bættari
væri trúin á vísindi forasagna fyrir það, ef viðurkenning á því afreki
einu heimtaði kollvörpun á fjölmörgum öðrum ættartölusögnum?
Þáttur húsfreyjurmar ungu í Krossavík í sáttuniun er hugþekkur skáld-
skapur og studdist við mannþekking og virðing forfeðra okkar fyrir ráð-
um eiginkvenna. Án þessa þungamiðjuatriðis sagnarinnar hefði aldrei orð-
ið til Vopnfirðinga saga með þeim eindregnu sjónarmiðum, sem hún hefur
um heiftir, iðrun og frið. Við megum ekki afneita anda og skáldvilja
hennar, til þess eins að trúa hætis hóti meir á afgamlan fræðslutíning,
sem er þar geymdur.
Björn Sigfússon.
Dr. Björn ÞórSarson: Síðasti goðinn. Reykjavík, Prentsmiðja Aust-
urlands h.f., 1950. — 193 bls. + 11 myndablöð.
Bók þessi fjallar um Þorvarð Þórarinsson, er stóð framarlega í flokki
landsstjórnarmanna hérlendis á síðara helmingi 13. aldar. Er bókin því
jafnframt ágrip af stjórnmálasögu íslenzku þjóðaiinnar á því timahili.
Höfundurinn nefnir í formála tvennt, er aðallega hafi valdið því, að hann
réðst í samningu ritsins. Hið fyrra er sú tilgáta Barða Guðmundssonar,
að Þorvarður sé höfundur Njáls sögu. 1 öðru lagi kveðst dr. Björa hafa
komizt að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum, að Þorgils saga skarða
sé ótraust heimild, en á henni hafa síðari tíma menn einkum reist dóma
sína um Þorvarð og ýmsir skipað honum í flokk hinna verri höfðingja
á Islandi í lok þjóðveldisaldar. Dr. Bjöm ræðir tilgátu Barða annars ekk-
ert, og rit hans ber óvíða merki hennar að öðru leyti en því, að aftast
er langur kafli um Valþjófsstaðahurðina, sem er hlekkur í röksemdakeðju
Barða. Sá kafli verður ekki ræddur hér, en rétt er að minna á, af því að
dr. Björn virðist ekki hafa veitt því athygli, að Skýringar yfir fornyrSi
lögbókar eftir Pál Vidalin munu vera elzta heimild, sem getur skálans á
Valþjófsstað berum orðum (53. bls.).
Aðalheimildirnar um Þorvarð era sögur og annálar. Þær eiga það sam-
merkt, að þær eru mjög gloppóttar um ævi og störf Þorvarðar, og sumar
eru sýnilega ekki vinveittar í hans garð, svo sem Þorgils saga og Árna
saga. Auk þess virðist Þorgils saga stundum fara rangt með staðreyndir,
hvort sem hún hefur verið því marki brennd frá hendi höfundarins eða
hún hefur raskazt, þá er hún var felld inn í Sturlunga sögu. Því máli
hafa ekki verið gerð viðunandi skil enn þá, enda mun óhægt að komast
þar að öruggri niðurstöðu. Skjalleg gögn um Þorvarð, óháð sögum og
annálum, eru engin til nema hrot af bréfi frá 1275 (fsl. fbrs. II nr. 57)