Skírnir - 01.01.1951, Síða 220
212
Ritfregnir
Skírnir
og ágrip af gerðardómi hans og Jóns lögmanns um rekamörk í Keldu-
hverfi (Isl. fbrs. VII nr. 275). Það ágrip virðist dr. Bjöm ekki hafa
þekkt, eða hann hefur ekki talið neitt á því að græða. Loks er dánardags
Þorvarðar getið í fomum ártíðaskrám. Þessar sundurlausu og varhuga-
verðu heimildir hefur dr. Björn víðast hvar notað af dómvísi og glögg-
skyggni, en jþó mun ýmsum virðast, að sumar tilgátur hans og staðhæf-
ingar séu ekki é nægum rökum reistar og of margar villur hafi slæðzt
með í ekki stærra riti. Hvorttveggja er þó vorkunnarmál, með því að
efnið hefur fremur lítið verið rannsakað áður, og yfirleitt er rit hans
hið skilmerkilegasta og eftir aðstæðum góð bót þess, að samtíðarmönn-
um Þorvarðar láðist að rita sögu hans.
Hér verður drepið á nokkur atriði, sem betur hefðu mátt fara, en ekki
má svo skilja, að fallizt sé á allt annað í bókinni. I Þorgils sögu er sýni-
lega hallað á Þorvarð, eins og fyrr segir. Á hinn bóginn virðist ekki ör-
grannt um, að dr. Bjöm geri hlut hans stundum heldur betri eða meiri
en efni standa til. 1 rauninni hefur Þorvarður sennilega hvorki verið
betri né verri en allur þorri íslenzkra höfðingja á hans dögum. Dr. Björn
lýsir t. d. svo hvötum þeirra Þorvarðar, Þorgils og Sturlu fyrir Þverár-
bardaga 1255: „Þessir foringjar börðust hver um sig fyrir hugsjón. Þor-
varður og Sturla vom að inna af höndum drengskaparskyldu hefndar-
innar, en Þorgils að svala metnaðarþrá sinni og berjast til mannaforráða'1
(51. bls.). Er þessi dómur réttlátur gagnvart Þorgilsi? Að visu skulu eng-
ar brigður bornar á það, sem sagt er hér um hann, né hitt, að hefndar-
hvötin hafi verið rik hjá Þorvarði, en sýnilegt er, að Þorvarði „vom ekki
mannhefndir fyrir öllu", svo sem dr. Björn tekur réttilega fram á öðrum
stað (52. bls.). Hann var einnig að svala metnaðarþrá sinni og berjast
til mannaforráða. Þorgils saga ber með sér, þótt höfundurinn reyni að
dylja þess, að þeir Þorvarður og Þorgils hafa gert með sér samning um
að skipta Norðlendingafjórðungi á milli sín, ef þeim yrði sigurs auðið,
á þann veg, að Þorgils hlyti vestari hlutann, en Þorvarður hinn eystri.
Þó má vera, að Finnbimi Helgasyni, móðurbróður Þorvarðar, hafi verið
ætlað Þingeyjarþing, sem konungur hafði skipað honum 1252. Hann var
nú kominn í flokk Þorvarðar. Og hvað um Sturlu, hinn ágæta sagna-
ritara? Sjálfsagt hefur honum sviðið lát Halls, tengdasonar síns, í brenn-
unni á Flugumýri, en þó hafði hann gengið í flokk með brennumönnum
árið eftir til að frelsa Heinrek biskup. Fór hann nú kauplaust til bardaga
við þá? Svar við þeirri spumingu má ef til vill finna í Þorgils sögu,
þótt því hafi ekki verið veitt athygli. Hún segir, að Sturla hafi fært bú
sitt í Svignaskarð í Borgarfirði vorið 1256, og bætir við: „HafSi hann
þat af herdði, sem hann fekk.“ Þegar orð þessi em íhuguð, virðist málið
liggja ljóst fyrir. Vonir Þorgils um að ná völdum í Borgarfirði hafa ver-
ið þrotnar. Hann hefur því annaðhvort falið Sturlu umboð sitt þar eða
fallizt á, að Sturla brytist þar sjálfur til valda, gegn liðveizlu hans í
herferðinni norður. En höfundur Þorgils sögu hefur þagað um þetta atriði