Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 221
Skímir
Ritfregnir
213
samningarma eins og Mtt, er Þorvarð varðar. Á sama hátt steinþegir hann
um, að Gizuri Þorvaldssyni hafi verið skipaður Skagafjörður 1252, af því
að Þorgilsi lék hugur á því héraði.
1 sögu Þorgils er engin skýring gefin á ferð hans norður til Eyja-
fjarðar í janúarmánuði 1258, þá er hann var veginn. Hyggur dr. Björn,
að Þorgils hafi farið þann leiðangur á laun og þá hafi átt að sverfa til
stáls með honum og Þorvarði, þótt á annan veg tækist til. Sú skoðun er
ekki svo vel rökstudd, að á hana sé unnt að fallast Mklaust. Övarkárm
Þorgils siðasta kveldið, sem hann hfði, er torskilin, þótt hann hafi treyst
Þorvarði, eins og sagan hermir, en hún verður óskiljanleg, ef Þorgils
hefur lagt upp í ferðina norður með þeim hug að ganga á milli bols og
höfuðs á Þorvarði. Norðurferð Þorgils má vel hafa verið sprottin af því,
að hann hafi viljað gera tilraun til að komast að samkomulagi við Þor-
varð, áður en Þorvarður færi til fundar við Hrafn Oddsson, eins og til
stóð. Er því alls óvist, að afsaka megi víg Þorgils með þessari ferð hans,
en hitt er annað mál, að Þorvarður hefur vafalaust haft lögin sín megin,
er hann krafðist þá mannaforráða í Eyjafirði.
Þá er á bók dr. Bjöms líður, ber meira á göllum, enda verða heim-
ildir þá slitróttari. Hann hyggur, að Þingeyjarþing hafi verið tekið af
Gizuri jarli og fengið Ásgrimi Þorsteinssyni 1261. Sú skoðun fær varla
staðizt. Samanburður á sáttmálanum frá 1262 og öðrum heimildum um
atburði þess árs sýrnr greimlega, að Gizur hefur þá enn farið með völd
í Þingeyjarþingi, og engin gögn em fyrir því, að hann hafi verið sviptur
þeim, meðan hann lifði. Hins vegar má vera, að Ásgrímur hafi farið þar
með einhver völd í umboði hans.
Mishermt er, að utanfarar Sturlu Þórðarsonar 1263 sé ekki getið í
annálum (101. bls.), svo og það, að Þorvarðar sé ekki getið við lögtöku
erfðabálks Járnsíðu 1273 (109. bls.). 1 Árna sögu segir bemm orðum,
að erfðabálki hafi þá verið játað með flutningi Árna biskups, Hrafns og
Þorvarðar, enda annað lítt hugsanlegt, þar sem völdum um allt land hafði
þá verið skipt milli þeirra Þorvarðar og Hrafns.
Af vangá er bréf Þorvarðar til konungs um landsstjórmna talið frá ár-
inu 1277 (114. bls. og viðar), eins og gert er í Isl. fbrs. II, 138. bls., og
verður allur skilmngur á afstöðu þess til atburðarásarinnar fyrir bragðið
rangur. Bréfið er frá 1276 að tali Áma sögu, og hefur Þorvarður ritað
konungi það, er hann varð afturreka og hætti við utanför það ár. Næsta
ár (1277) sendi konungur þá Eindriða böngul og Nikulás Oddsson til Is-
lands í erindum sinum, m. a. með svar við þessu bréfi. Þá fóm utan
Hrafn, Þorvarður og Sturla, og er trúlegast, að konungur hafi boðað þá
á sinn fund til að gera grein fyrir landsstjórmnni, en Ámi biskup sendi
honum skriflega skýrslu um hana. Virðist konungi hafa þótt einhverjir
gallar á valdameðferð Þorvarðar, því að hann var þá sviptur æðstu um-
boðsvöldum á Islandi og þau fengin Hrafni.
Dr. Björn ber saman hæð fjár þess, er greitt var til lausnar Oddi Þór-