Skírnir - 01.01.1951, Síða 222
214
Ritfregnir
Skímir
arinssyni, og skatt konungs af landinu. Telur hann, að hver skatthóndi
hafi þá (1279) greitt 8 álnir í skatt til konungs á ári (127. bls.). Víðar
sést brydda á sömu skoðun, en hún er vafalaust röng. 1 Jónsbók var allur
skatturinn (þ. e. hluti konungs og sýslumanns) ákveðinn 20 álnir (vöru-
vaðmáls), og hélzt það siðan. Sáttmálinn frá 1262 er einkaheimild um
hæð skattsins fyrir lögtöku Jónsbókar, en hann er einungis til í ungum
handritmn, og svo óheppilega vill til, að þau greinir á um þetta atriði.
Nefna sum, meðal þeirra elzta handritið, 20 álnir, en önnur 8 álnir eða
8 ólnir vaðmáls. Varla getur þó nokkur vafi leikið á því, að fyrr nefndu
handritin hafa varðveitt hina upphaflegu tölu, en henni hefur verið
breytt í hinum, af þvi að skatturinn var síðar meir greiddur með gjalda-
vaðmáli. En ein alin gjaldavaðmáls jafngilti tveimur og hálfri alin vöru-
vaðmáls, sem upphaflega var miðað við. Þá varð allur skatturinn (ekki
einungis konungshlutinn) átta álnir gjaldavaðmáls.
Margt er óljóst um valdsmenn konungs á fslandi lengi framan af, og
hefur dr. Bjöm reynt að varpa nokkm ljósi á það mál fram um 1300.
Eru sumar tilgátur hans um þá mjög athyglisverðar, en aðrar hljóta að
orka tvímælis. Hann hyggur t. d., að „Þorvarður muni hafa haldið erfða-
goðorðum sinum til dauðadags", og segir: „Hefur hann óskilið það, er
hann gekk konungi ó hönd, að hann héldi sínu fyrra mannaforræði, og
er liklegt, að sú regla hafi gilt um alla goðorðsmenn, sem gáfu upp goð-
orð sin við konung“ (165. bls.). Þetta er mjög vafasamt. Sighvatur Böð-
varsson lét þegar goðorð sitt og fór utan 1262, og þess sjást engin merki,
að þeir Sturla Þórðarson, Vigfús Gunnsteinsson og Einar Þorvaldsson hafi
farið með sýsluvöld að skipan konungs. Hins vegar má vel vera, að þeir
hafi verið umboðsmenn valdsmanna. Vitað er, að Þorvarður fór með kon-
ungsvald hér á landi 1273—1277 og aftur eftir lát Hrafns, en um völd
hans á öðmm tímum eftir utanförina 1264 verður ekkert fullyrt. Þess
verður ekki vart, að honum hafi verið ætluð nein völd, er þeir Ormur
Ormsson og Hrafn vom skipaðir yfir allt land 1270, og ekki heldur, er
Hrafn var skipaður yfir allt land 1279, enda leiðir dr. Bjöm nokkur rök
að þvi, að Þorvarður hafi dvalizt erlendis 1281—1288 (131. bls.). Er
sennilegast, að honum hafi þá verið haldið í Noregi eða hann hafi setið
á eignum síðari konu sinnar þar, af því að hann hafi engin völd feng-
ið heima.
Skotizt hefur dr. Birni, þá er hann segir, að ekkert hafi orðið af her-
útboðinu 1286 (134. bls.). 1 Árna sögu segir m. a. um það mál: „— gengu
menn vel upp fyrir sunnan land, þar sem byskup var nær, en Hrafn ok
hans vinir stóðu í mót svá framarliga, at þá er Hrafn skyldi til skips ríða,
brást hann sjúkr, er hann var i Mælifellsdal, ok hvarf aftr, en Jón korpr
fór .... (eyða) at kalla, ok lá Hrafn þó jafnan, þá er þing vám fyrir
sunnan land um þetta mól.“ Litlu síðar segir þar, að síra Guðmundur,
er kom út með utanstefnumar, hafi siglt það sumar, og bætt er við: „Þeir
tóku Noreg um haustit. Þó var þá áðr sætt efnuð millum ríkjanna, ok varð