Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 223
Skírnir
Ritfregnir
215
engi bardagi í bráð.“ Þessi frásögn sýnir ótvírætt, að einhverjir hafa hlýtt
utanstefnunni, og er helzt svo að skilja, að þeir hafi farið þegar utan með
síra Guðmundi. Aðeins einn er nafngreindur, Jón korpur, sonur Hrafns,
enda er nú eyða í söguna á þeim stað, er fleiri kunna að hafa verið taldir.
En geta mætti þess til, að þá hefðu utan farið Oddaverjarnir, Sighvatur.
Hálfdanarson og Kristófórus Vilhjálmsson, er komu báðir út 1288 (Gott-
skálksannáll). Á 143. bls. er ranglega talið, að Kristófórus komi fyrst við
sögu 1292.
Misskilningur mun það vera, að Snorri Sturluson, Þórðarsonar, hafi
verið meðal þeirra, er sóru sér af hendi kirkjustaði 1289 (139. bls.). Árna
saga nefnir þar herra Snorra hinn digra, og mun vera étt við herra
Snorra Ingimundarson, er tók stað í Hítardal með Ketilssonum 1284.
Snorri Sturluson var hvorki herraður né tók þátt í staðamálum, svo að
vitað sé (sbr. Sýslumannaæfir 11,427 nm.).
Það er og einkennilegur misskilningur á Árna sögu, að Jörundur Hóla-
biskup og Þórður Hallsson á Möðruvöllum hafi verið staddir í Noregi
1283 (142. bls.). Jörundur biskup var víslega heima á íslandi frá útkomu
sinni 1280 til utanfararinnar 1287.
Hér verður staðar numið við þessar athugasemdir. Því verður ekki
neitað, að ágallamir rýra mjög gildi bókarinnar, bæði þeir, sem taldir
hafa verið, og ýmsir aðrir. Höfundi til nokkurrar afsökunar má taka
fram, að hann er ekki upphafsmaður að sumum villunum, heldur eru þær
úr ritum síðari tíma manna. Og svo er önnur hlið á bókinni, eins og fyrr
er vikið að. Þótt hún sé að ýmsu leyti gölluð, eru svo margar nýjar og
merkilegar athuganir í henni, að fram hjá henni verður ekki gengið é
næstunni, þegar ritað verður um stjórnmál á íslandi á síðara helmingi
13. aldar. Hún varpar tvímælalaust nýju ljósi á ýmis atriði þeirrar grein-
ar sögu okkar, og hef ég því verið svo fjölorður um hana.
Þess hefði mátt geta, að flestar staðamyndimar em hinar sömu og í
útgáfu Sturlunga sögu 1946.
Jón Jóhannesson.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: GuSmundur FriSjónsson, ævi
og störf. Útgefandi: Isafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavik 1950. 327 bls.
Margir munu hafa beðið með óþreyju og eftirvæntingu útkomu þess-
arar bókar, eftir að það fréttist, að sonur skóldsins ætlaði sér að rita
hana, og ekki sízt eftir það, að hann hafði gefið mönnum forsmekk af
henni: „Kvöldvökur á Sandi“, í Lesbók Morgunblaðsins.
En það er skemmst af að segja, að bókin er hin ágætasta og fyllilega
samboðin hinum merka manni, er hún fjallar um. Að sjélfsögðu er hún
rituð af sonarlegri ást og ræktarsemi, en lika af sannleiksást og hlutleysi
í dómum, sem ekki dregur fjöður yfir galla skáldsins og bóndans á Sandi.
Þótt menn vissu það, að Guðmundur byggi á Sandi við litla heilsu
og tólf börn í uppvexti, þá er það undarlegt, hve slík vitneskja getur