Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 225
Skímir
Ritfregnir
217
Deila má um það, hvort skipa ætti SálarljóSum með islenzkum hug-
myndum úr heiðni eða með hinum kristnu leiðslum. Höfundur skipar
þeim á fyrra staðinn, en segir þó, að þau séu kristin, frá 12. eða 13. öld.
Hins vegar skipar hann DraumkoœSinu norska með leiðslunum. Hann
getur ekki um Rannveigarleiðslu (28. kapitula í GúSmundar sögu góSa,
líka í þýðingu G. Turville-Petre’s og E. S. Olszewska, The Life of Gud-
mund the Good, Coventry, Viking Society, 1942), og má það stafa af þvi,
að honum hafi ekki þótt fréttir þær, er Rannveig hafði að segja úr öðrum
heimi, þess verðar að taka þær í bók sína, — því að hann hefur að sjálf-
sögðu orðið að gera úrval úr leiðslunum.
Margt fleira mætti segja um þessa merkilegu bók, en hér skal látið
staðar numið.
Stefán Einarsson.
Úr fórum Jóns Árnasonar. — Sendibréf. Finnur Sigmundsson bjó til
prentunar. Fyrra bindi. Hlaðbúð. Reykjavik 1950.
1 bindi þessu eru fjölmörg bréf, ýmist frá Jóni Árnasyni bókaverði
eða til hans. Jón Árnason hefur verið næsta merkilegur maður. Hann er
einn þeirra manna, sem ekki ber sérlega hátt í samtíð sinni og fremur
er hljótt um, og hann virðist eftir bréfum hans að dæma hafa verið af
hjarta lítillátur og hafa farið hiklaust að ráðum þeirra, er hann taldi sér
snjallari. Eigi að siður reyndist hann geysiþarfur íslenzkri menningu og
íslenzkri tungu. Skyldustörf sin, svo sem bókavarðarstöðuna í stiftsbóka-
safninu og landsbókasafninu (en eftir 1881 nefndist það Landsbókasafn
Islands) stundaði hann með natni og samvizkusemi við smánarlaun og
skilningsleysi yfirboðara sinna.
Langmerkasti þátturinn í ævistarfi hans, sem og æ mun halda nafni
hans á lofti, meðan íslenzk tunga verður töluð, er þjóðsagnasöfnun hans
og útgáfa þeirra, og Islenzkar þjóðsögur og ævintýri verður ávallt bezta
náman í þjóðtrúarfræðum, sem völ er á, og á jafnframt drjúgan þátt í
að skýra menningarsögu þjóðarinnar, þótt margt hafi síðan komið í leit-
irnar. Jón frumsamdi ekki ýkjamikið að vöxtum, og það, sem talið var
frumsamið frá hendi hans, svo sem Ágrip af ævisögu dr. Marteins Lúth-
ers og Saga Karlamagnúsar keisara, eru vitanlega lítt frumleg rit, þótt
vafalaust hafi þau verið góðra gjalda verð fyrir fróðleiksfúsan almenn-
ing á þeim tima. Auk þjóðsagnanna fékkst Jón við mörg störf sér til fram-
færis, kenndi um hrið í latínuskólanum, var umsjónarmaður hans og bóka-
vörður, las tíðum prófarkir og gaf út nokkurn hluta af ritum Sveinbjarnar
Egilssonar ásamt mjög greinagóðri ævisögu þessa lærimeistara síns.
Þó að Jón fengi obbann allan af þjóðsögum í handritum og skrásetti
ekki mjög mikið sjálfur, er auðsætt, hvílíkt geysiverk hefur hvílt á herð-
um honum, að raða öllu og flokka og breyta orðfæri sagnanna stórlega,
og sums staðar hefur hann sett sögumar saman eftir mörgum heimildum.
Auk þess stóð hann í umfangsmiklum bréfaskriftum vegna þjóðsagnanna