Skírnir - 01.01.1951, Page 226
218 Ritfregnir Skímir
og sendi frá sér prentaðar „hugvekjur" um alþýðleg fomfræði (í Noiðra
og fslendingi).
Eins og kunnugt er, gáfu þeir Jón og Magnús Grímsson, síðar prestur,
1852 út kver, er þeir nefndu Islenzk ævintýri. Héldu þeir síðan áfram
þjóðsagnasöfnun, en sr. Magnúss naut skamma stund. Mikill og ómetan-
legur fengur var koma próf. Konrads Maurers hingað til lands 1858. Hvatti
hann þá félaga með ráðum og dáð og útvegaði síðar kostnaðarmann í
Þýzkalandi til að koma þjóðsögunum á prent, en þær komu út í Leipzig
1862—64. Má Maurer því kallast annar höfundur þjóðsagnanna, því að
hann las prófarkimar, og lét Jón allt vera á hans valdi um skipan efnis
og breytingar. Þá átti ritið hauka í horni, þar sem þeir voru Guðbrandur
Vigfússon og Jón Sigurðsson. Fór safnið i gegnum hendur Guðbrands, og
bar hann síðan sumt undir Jón Sigurðsson, og loks reit Guðbrandur for-
mála eða inngang að ritinu. Var það happ, því að hann er stómm betri
en formáli Jóns, sem birtur var siðar með ljósprentuðu útgáfunni.
Bréf þessi snúast flest um þjóðsögumar og útgáfu þeirra. Fer fjöldi
bréfa milli Jóns Árnasonar annars vegar og Maurers, Guðbrands og Jóns
forseta hins vegar í sambandi við útgáfu þjóðsagnanna. Einnig em mörg
bréfin milli Jóns og presta og fróðleiksmanna úti á landi, er hann fékk
í lið með sér. Bréfin milli Jóns, Maurers og Guðbrands em nær einvörð-
ungu um þjóðsöguraar, og gefa þau mikla innsýn í tilorðningu ritsins,
niðurskipan þess og flokkun, og hvílíkum vandkvæðum varð úr að ráða,
er Jón skaut oft undir þá Maurer og Guðbrand. Oft varð Jón að senda
ískeyti inn í sögumar eftir á, og allt gekk seinna en hann hafði búizt við
í fyrstu sökum þrotlausra anna. Þurfti mikla gerhygli við niðurröðun
alla, þar sem þetta var fmmsmið. Að vísu studdist Jóri í aðaldráttum við
flokkun Maurers á Islandische Volkssagen der Gegenwart, er Maurer gaf
út 1860, en þó komu rnörg vafaatriði til greina, þar sem safn Jóns var
fjölþættara. Sú raun hefur og á orðið, að flokkun Jóns hefur í aðalatriðum
verið haldið siðan á þeim þjóðsögum, sem borið hefur verið við að flokka.
Það kemur greinilega í ljós í bréfum þeirra félaga, að þeir hafa helzt
kosið í safnið hreinar þjóðsögur, eins og þær hafa lifað á vömm alþýðu,
en haft fremur ímugust á sömdum sögum, blönduðum sagnfræði eða eftir
sagnfræðilegum heimildum. Þess vegna amast þeir, einkum Guðbrandur,
við sagnaþáttum Gísla Konráðssonar og Bólu-Hjálmars. Þó er nokkuð
í þjóðsögunum að meira eða minna leyti reist á sögulegum heimildum,
og víða eru sögulegar smáskýringar látnar fylgja. Guðbrandur talar um
það i bréfi til Jóns Árnasonar, að breyta þurfi máli sagnanna og fella
burt úrelta talshætti. Með þessu móti hefur vafalaust fengizt betra og
liðlegra mál, en vafasamt tel ég, að skoðun þessa mæta manns hafi verið
rétt, því að með því kynnu fomleg orðtæki að hafa glatazt úr málinu.
Að vísu er mikið til af frumritunum, eins og Jón fékk þau, en trauðla
munu þau verða notuð til orðtöku.
Ekki kennir síður margra grasa í bréfum þeim, sem fóm á millum