Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 228
220 Ritfregnir Skímir
Drangey. tftgefandi: Sögufélag Skagfirðinga 1950. [Skagfirzk fræði
VIII.]
Skagfirðingar hafa verið óvenjulega duglegir að semja og safna efni í
rit sín, og eru 8 bindi út komin með þessu bindi, er þeir nefna Drangey.
Nú um stundir hefur verið mesti faraldur af alls konar héraðaritum.
Hafa þau verið með ýmiss konar sniði. 1 sumum þessara rita hefur verið
leitazt við að semja sögu héraðsins frá upphafi til enda. Raunar finnst
mér alltaf vera byrjað á öfugum enda að segja sögu hvers héraðs út af
fyrir sig. Saga hvers héraðs er í órofa tengslum við landssöguna og verð-
ur ekki sögð, nema hún sé að meira eða minna leyti landssaga, en til þess
þarf auðvitað geysi-umfangsmiklar rannsóknir, sem langtum eðlilegri væru
í landssögunni sem heild. Miklu betri aðferð hygg eg það að birta gömul
rit eða þætti, sem héraðið varða, eða frumsamin rit, sem fjalla rnn sér-
staka þætti úr sögu héraðsins sögulega eða menningarlega, t. d. um at-
vinnuhætti, einkum það, sem kann að vera einkennilegt fyrir héraðið, svo
og ömefni, auk landslagslýsinga, er geta verið góðra gjalda verðar fyrir
þá, sem þekkja ekki til.
Skagfirðingar hafa hnigið að því ráði að semja rit og gefa út um sér-
staka þætti úr sögu héraðsins. Hafa þau rit að vísu orðið að meira eða
minna leyti landssaga á köflum.
Þetta rit, er hér um ræðir, er heldur mjóslegið, aðeins 90 bls. að lengd.
Eru hér frumsamdar ritgerðir og gamlir þættir.
Fyrsta ritgerðin er ömefni í Drangey eftir Kolbein Kristinsson á Skriðu-
landi, fróðleg ritgerð og ýtarleg ásamt uppdráttum og virðist samin af
mestu vandvirkni. Má ekki seinna vera, að rækileg ömefnalýsing sé skrá-
sett úr þessari merkilegu ey, sem nú er að verða auð og yfirgefin af
mönnum, og þeir, sem nú þekkja bezt ömefnin, verða fyrr en varir komn-
ir undir græna torfu.
Langlengsti kafli kversins er þáttur af Rögnvaldi halta, sem Sigurður
Ólafsson frá Kárastöðum hefur séð um útgáfu á. Því miður er þátturinn
ekki svo vel út gefinn sem skyldi. Þáttur þessi er í hdr. sr. Jóns Jónssonar,
er kallaði sig Reykjalin, prests að Fagranesi, Ríp og víðar. Er hann ævi-
saga Rögnvalds Jónssonar halta, Norður-Þingeyings, sem fluttist í Skaga-
fjörð. Er þátturinn í landsbókasafninu, en nokkuð vantar í handritið. Gísli
sagnaritari Konráðsson hefur skrifað upp þáttinn eftir fmmritinu, þá
ósködduðu, að því er virðist, en hefur umtumað honum allmjög, bæði að
máli og íaukum. ÍJtgefandi lætur sem þátturinn sé gefinn út eftir fmm-
riti Jóns Reykjalíns, en þó er orðamunur á hinum prentaða þætti og
fmmriti Jóns harla mikill. Eðlilegast finnst mér að gefa svona gamla
þætti út orðrétta og láta orðmyndir þess tima haldast, jafnvel þótt þær
kunni að teljast rangar, og annars á auðvitað að geta þess, að orðfæri
sé ekki breytt. Orðréttar útgáfur geta haft mikið gildi fyrir málrannsóknir
og meðal annars orðtöku. Set eg hér örstuttan samanburð á fmmritinu og