Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 229
Skimir
Ritfregnir
221
þessari útgáfu. Kaflinn úr frumritinu er með nútíðar stafsetningu. Er
það upphafið á IV. kapítula:
Vtgáfa þáttarins.
Það er nú frá Jóni bónda að segja,
að hann fellir fénað sinn allan, —
sauðfé og kýr — um veturinn og
vorið, nema 12 ær, sem voru skyldu-
kúgildi jarðarinnar, og ætlaði hann
að reyna að dragast af með það eft-
irleiðis. En er minnst vonum varði
sendi jarðarumráðandinn, sem var
prestur þeirra, eftir ám þeim, er eft-
ir voru, til að bjargast sjálfur við
þær. Flutti þá Jón bóndi og fólk
hans frá Klifshaga, sem þá féll í
eyði. Fór hann að Gilsbakka í sömu
sókn. Þar voru lítil hús og því
hlýrra, og gátu þau heldur varizt
þar mesta kuldanum.--------
Af þessum stutta samanburði má sjá, að útgáfan er mjög óvandvirknis-
leg. 1 hdr. Jóns Reykjalíns er til brot úr viðauka, er hann hefur samið
eftir dauða Rögnvalds halta. Það brot hefur útgefandi nálega endursagt
og bætt ýmsu inn í meginmálið, svo að erfitt er að sjá, hvað er frá
Jóni eða útgefanda. Hins vegar hefur útgefandi samið fróðlegar skýringar
við þáttinn og niðjatal Jóns, sonar Rögnvalds halta, og er það allt góðra
gjalda vert.
Þriðji kafli bókarinnar er Um forfeður séra Sveins á Barði eftir Þor-
móð Sveinsson. Virðist sá kafli vandvirknislega gerður og fjöldi heimilda
notaður. En þessi Siglunesætt er erfið viðureignar, og verður þar alltaf
meira og minna um getgátur að ræða, þótt ættrakning Þormóðs sé mjög
líkleg. Jóhann Sveinsson.
FrumritiS.
Það er nú frá Jóni að segja, að
hann fellir fé sitt allt og kýr um
veturinn og vorið nema 12 ær, sem
vera skyldu fyrir 2 jörðinni fylgj-
andi innstæðukúgildi, og ætlaði
hann að draga við þau líf eftirleið-
is. En er minnst varði, sendi jarð-
areigandinn, sem var prestur þeirra,
eftir ánum til að bjargast við þær
sjálfur. Fluttu þau þá frá Klifshaga,
sem nú féll í eyði, að Gilsbakka í
sömu sókn. Þar voru litil hús og
hlýrri, og gátu þau þar heldur var-
izt kulda. —• —
P. V. G. Kolka: FöSurtún. Reykjavík 1950.
Húnvetningar hafa gefið allmikið út af ritum um Húnavatnsþing eða
rit, sem varíSa það á einhvem hátt. Árið 1941 kom út Brandsstaðaannáll
á vegum Sögufélagsins Húnvetnings og Húnvetningafélagsins. Síðan hef-
ur Sögufélagið Húnvetningur gefið út Búnaðarfélag Svínavatns- og Ból-
staðarhlíðarhreppa 1944, Svipi og sagnir 1948, Hlyni og hreggviði 1950
(sem líka ber yfirtitilinn Svipir og sagnir II). Þá kom út Saga Skagstrend-
inga og Skagamanna 1941, að vísu ekki gefin út af húnvetnsku félagi eða
húnvetnskum mönnum, en búin til prentunar af Páli Kolku, höfundi þessa
rits, sem hér verður minnzt.
Þegar eg var strákur, las eg ýmsa þætti Gísla Konráðssonar og Árbæk-
ur Espólins um hin stórfelldu glæpamál, svo sem beinamálið, fjárdráps-