Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 230
222
Ritfregnir
Skírnir
raálið og morð Natans Ketilssonar, svo að hið stærsta sé nefnt. Hélt eg þá,
að þessir Húnvetningar væru ljótu þrjótarnir. En samt mun flestum hafa
fundizt mannsbragð nokkurt að sumum föntunum, t. d. ísleifi seka og
Holtastaða-Jóhanni. Mestur var þessi faraldur framan af 19. öldinni, þó
að einnig eldi eftir af honum síðari hluta aldarinnar, t. d. Skárastaða-
málin. En það má ekki heldur gleymast, að margir ágætir og þjóðkunnir
menn hafa verið í Húnavatnsþingi eða eru þaðan komnir.
Þótt Húnavatnsþing virðist hafa verið fjölbyggt á söguöld, voru þar
aldrei þeir höfðingjar, er svo mikinn ægishjálm báru yfir aðra sem Möðr-
vellingar í Eyjafirði og ölfusingar og Haukdælir sunnan lands. En er
kemur fram á 12. öld, er Hafliði Másson sá höfðinginn, sem ber höfuð
og herðar yfir alla höfðingja í Húnavatnsþingi og raunar yfir flesta höfð-
ingja landsins. En völd ættarinnar hverfa furðu fljótt, og þegar kemur
fram á Sturlungaöld, verður héraðið bitbein og fótaskinn Sturlunga og
Ásbirninga. En þótt Húnvetningar hafi sjaldan haft forystuna, hafa mikl-
ar frásagnir gerzt í héraðinu, bæði fyrr og síðar.
Bókin er geysistórt og umfangsmikið rit, 563 bls. með nafnaskrám auk
formála. Hefur höfundurinn færzt mikið í fang, og ætla eg það raunar
ofraun fyrir embættismann í annastarfi að gera slíka stórsmíði sem þessa,
þar sem allt þetta hlýtur að vera hjáverk, jafnvel þótt bráðgreindur og
harðduglegur sé. Ber og bókin nokkuð þessa merki. Ritið skiptist í tvo
aðalhluta: Byggð og búalið og Gróður aldanna. Fyrri hlutinn, Byggð og
búalið, er héraðalýsing og saga býlanna á síðustu timum og nokkur
greinargerð um ábúendur þeirra og fólk, sem við þau er tengt, nokkuð
aftur í tímann. Síðari hlutinn er um landnám í Húnavatnsþingi, eins
konar menningarsaga sýslunnar og ýmsar hugleiðingar höf.
1 fyrra hlutanum lýsir höf. hverju héraði allnákvæmlega. Nefnir hann
hvert byggt býli í sýslunni auk fjölda eyðijarða, segir sögu þeirra og
ábúenda þeirra og margra manna, sem við þau eru tengdir, skýrir nokk-
uð ættartengsl og vefur inn í þetta stuttum sögum og sögnum. Vitanlega
verður þetta oft lítið annað en ábúendatal.
Talsvert handahóf er á mörgu. Höf. virðist helzt fylgja þeirri reglu
að telja búendurna á bæ hverjum frá því um miðja 19. öld eða síðustu
hundrað árin. Þó er þetta mjög á reiki. Oft rekur hann búenduma mis-
langt aftur í timann, telur þá stundum í nákvæmri röð, stikar meira að
segja nokkrar aldir aftur í tímann, en hleypur annan sprettinn á búenda-
talinu á því tímabili, sem hann annars að jafnaði tekur. Talsvert er sagt
frá sumum ættum og skemmtilegar sagnir og vísur tengdar við þær,
en öðrum eru lítil skil gerð. Ætt höf. sjálfs fær ríflegan skerf, sem vera
ber, af svo átthagahollum og ættræknum manni. Sem dæmi um óná-
kvæmni má nefna, að höf. minnist ekki á Hólmfríði skáldkonu Bjama-
dóttur á Eiðsstöðum í Blöndudal. Einnig sleppir hann Eiríki Halldórssyni
úr búendatalinu í Blöndudalshólum, en hann bjó þar stórbúi á síðari hluta
19. aldar. Hann var sonur Hildar kerlingar, „sem kostaði þúsund rikis-