Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 232
224
Ritfregnir
Skimir
lausu lofti, enda margar þess eðlis, að þær verða að liggja á milli hluta.
Höf. virðist hafa dálitla tilhneigingu til að vera héraðshollur og draga
höfðingjaættir og mikilhæfa einstaklinga í húnvetnskan dilk. Höfðingj-
arnir á miðöldum íslands voru með sífelld rassaköst landshornanna á
milli, frá einu höfuðbólinu til annars, og höfðingjaættimar tvinnast alla
vega saman. Sama er að segja um embættismenn síðari alda. Þeir em
allra sveita kvikindi. Það er því ógerningur að telja þetta fólk til ákveð-
ins héraðs nema þá eftir fæðingarstað og uppeldis. Nefnum t. d. ætt Jóns
lögmanns Sigmundssonar. Ekki getur hún talizt húnvetnsk. Faðir hans er
Sigmundur prestur að Miklabæ, Steindórsson, en móðir hans var Solveig
Þorleifsdóttir, Árnasonar að Auðbrekku í Hörgárdal og síðar í Vatnsfirði.
Að vísu er ein grein móðurættarinnar komin af Einari Hafliðasyni. Eins
er um Guðbrand biskup Þorláksson. Hann er að visu fæddur í Húna-
vatnsþingi og dóttursonur Jóns lögm. Sigmundssonar. En faðir hans er
að kominn, fjórði maður frá Barna-Sveinbirni í Múla. Karlleggur Geita-
skarðsættarinnar er líka að fluttur. Einar sýslumaður á Geitaskarði var
sonur Odds lögréttumanns á Hvoli í Saurbæ, Péturssonar, og svo mætti
lengi telja. Ekki er það heldur í frásögur færandi, hve margir frægir
læknar eða aðrir mætir menn em komnir af dætrum Jóns Sigmundssonar.
Af Jóni er auðvitað fjöldinn allur kominn, líklega meiri hluti Islendinga.
Höf. vill gera talsvert úr séreinkennum Húnvetninga. Eg hygg, að sér-
einkenni þau, sem sumir vilja vera láta a íbúum hinna ýmsu sýslna og
landshluta sé að nokkru leyti tilbúin eða ýkt. Islendingar eru svo ramm-
skyldir, að munar á upplagi íbúa sýslnanna ætti í engu vemlegu að gæta.
Mismunandi landslag og veðrátta ætti varla að skera úr í þessu efni.
Helzt væm það þá uppeldi, gömul siðvenja og hugsunarháttur, sem til
greina kæmi, því að „hver dregur dám að sínum sessunaut", en þessa ætti
nú minna að gæta en fyrr, þar sem einangrun héraða er nú rofin sökum
bættra samgangna og flutnings fólks héraða í milli.
Höf. reynir að leita orsaka glæpafaraldurs þess hins mikla í Húnavatns-
þingi á öndverðri 19. öld og telur nokkrar. Eina af þeim telur hann bylt-
ingu Jörundar 1809, en sú bylting hlýtur að hafa rist mjög gmnnt í þjóð-
lífið, aðeins orðið örlítill gári á lygnum polli hins danska einveldis. Mér
er nær að halda, eins og höf. imprar raunar á, að stjórnarbyltingin mikla
og sá hugsunarháttur, er hún hafði í för með sér meðal flestra þjóða álf-
unnar, hafi óbeinlínis komið nokkru róti á hugina, þótt hægt hafi þau
áhrif síazt inn í þjóðlífið, og upplýsingarstefna Magnúss Stephensens, sem
raunar var kvistur af sömu rót, hefur eitthvað orkað á alþýðu. En þegar
gömul trúarkerfi og siða ganga úr skorðum eða hrynja til gmnna, er hætt
við upplausn fyrst í stað, þar til nýtt siðamat hefur skapazt. Með því er
eg ekki að halda því fram, að trú og siðgæði haldist í hendur, þvi að
jafnan hefur sagan sýnt, að heittrú og bókstafstrú hafa valdið algem
miskunnarleysi og skefjalausri harðýðgi. Lítið finnst mér hið húnvetnska
andrúmsloft þessa tíma minna á endurreisnartímabilið á Italíu, eins og