Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 233
Skímir
Ritfregnir
225
höf. vill vera láta, að minnsta kosti ekki að andlegri reisn. En þótt þessar
orsakir og fleiri, sem höf. nefnir, hefðu verið að verki, er raunar óskýrt,
hvers vegna meira hafi verið um afbrot í Húnavatnsþingi en annars stað-
ar á landinu, en svo virðist verið hafa, þótt vitaskuld væri víðar pottur
brotinn.
Þótt ritið sé ekki nógu hnitmiðað og ýmislegt misræmi megi í því finna,
hefur höfundur þess leyst af höndum stórvirki og viðað að furðu miklum
fróðleik, og ætti bókin að verða hentug til uppsláttar þeim, sem eitthvað
þyrftu um mannfræði að vita í sýslunni á síðari tímum.
Þó er eftir að nefna þann kostinn, sem eg tel mikilverðastan, en það
eru myndirnar. 1 bókinni er aragrúi af mannamyndum. Margt þeirra er
gamlar myndir, sem hefðu verið glötun og gleymsku undirorpnar, ef
þeim hefði ekki verið borgið. Hefur það eina atriði verið næsta þarflegt
verk. Galli er það, að minnsta kosti fyrir ókunnugan, að oft er karli og
konu raðað hlið við hlið á sömu síðu, eins og um hjón væri að ræða, þótt
svo sé ekki. Ekki er síður um það vert, að birtar eru hér ljósmyndir og
teikningar af fornum bæjum, sem annaðhvort eru nú þegar úr sögunni
eða tímans tönn er rétt í þann veginn að vinna á. Hefur höf. með þessu
miklum menningarverðmætum borgið.
Eg hef áður getið þess, að höf. ritar kjarngott mál og hressilegt, en
hann er talsverður sundurgerðarmaður um málfar á stundum. Hefur hann
mætur á fornum orðmyndum. Hann ritar t. d. Sigfúss og Magnúss, ef. af
Sigfús og Magnús, og fer vel á því, en miður rétt er að hafa ef. af Tómas
Tómass (364), sem hann þó stundum ritar Tómasar. En höf. er ekki sjálf-
um sér samkvæmur um beygingar. Hann ritar ávallt Björns, ef. af Bjöm,
í stað Bjamar, sem er hin forna beyging. Hlaðir í Hörgárdal kallar hann
Hlöð (nf.), þótt hin foma beyging sé Hlaðir, sbr. Hlaðir í Noregi, enda
er þetta röng mynd. Ibúa Blönduóss nefnir hann Blöndósinga, en ætti að
vera Blöndæsinga. Orðið gervi og orð, sem af því em leidd, er oftast
ritað gerfi-, en vera má, að það séu prentvillur.
Bókin er prentuð á hinn veglegasta gljápappír.
Jóhann Sveinsson.
Halldór Halldórsson: Islenzk málfræSi handa æSri skólum. Útgef-
andi Isafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1950.
Ýmsum hefur sýnzt hin síðari ár sem skort hafi handhæga hók til
kennslu í íslenzkri málfræði í æðri skólum. Málfræði Jakobs Smára er
að vísu gott rit, en þótti naumast bæta úr þessari þörf sem skyldi. Þvi
var það, að menn gripu stundum til erlendra bóka, eins og t. d. málfræði
R. Iversens, í þessu skyni. Nú hefur mag. Halldór Halldórsson tekið sam-
an bók, sem ætlað er að bæta úr þessari þörf, og er þess að vænta, að
vel gefist. Höfundurinn hefur áður samið ýmis rit málfræðilegs efnis, og
má nefna þar t. d. Stafsetningarreglur (Ak. 1944), StafsetningarorSabók
(Ak. 1947) og Hluthvörf, ritgerð merkingarfræðilegs efnis, er út kom í
15