Skírnir - 01.01.1951, Side 234
226
Ritfregnir
Skírnir
ritsafninu Studia Islandica (Rvík 1939). Hann hefur einnig verið íslenzku-
kennari við menntaskóla um margra ára skeið og má því vera öllum
hnútum kunnugur.
Þessi bók Halldórs hefur ýmislegt fram yfir eldri kennslubækur í
þessum fræðum. Sérstakur kafli er þama um orðaforða málsins, tökuorð
og nýgervinga, þáttur um undirstöðuatriði hljóðfræðinnar og allrækilegur
kafli um orðmyndun og annar um merkingarfræði. En sumu þessu höfðu
áður lítil skil verið gerð og öðru engin. Loks má svo nefna það, að sögu-
lega hljóðfræðin, einkum sú frumnorræna, er fyllri miklu en tíðkazt hefur
í slíkum kennslubókum, og kann ýmsmn að þykja þar of mikið að gert.
Af þessu má vera Ijóst, að bókin hefur margháttaðan fróðleik að geyma.
Það er að sjálfsögðu jafnan vandaverk að koma svo fyrir miklu efni í
tiltölulega stuttu máli, að vel fari. Miklu skiptir, að hlutföllin milli ein-
stakra kafla séu sem næst lagi sem og tengsl þeirra sin á milli og við
heildina. Mér virðist sem höfundi hafi skeikað nokkuð i þessum efnum.
Ég tel t. d., að kaflinn um sögulegu hljóðfræðina, hina frumnorrænu, sé
óþarflega langur, og hefði mátt stytta hann, án þess að það kæmi veru-
lega niður á efninu. Islenzk málsaga sýnist mér hins vegar, að hafi orð-
ið nokkuð útundan, og fer því verr á því, sem höfundur tekur sérstaklega
fram í formálanum, að bókinni sé ætlað að vera kennslubók í þeirri
grein, Þá þykir mér og beygingarfræðikaflinn helzt til magur. Fram-
setning sumra kaflanna hefði mátt vera skipulegri að minum dómi, og
mér finnst þess gæti á stundum, að höfundur vandi ekki nægilega val
á dæmum og orðun á reglum og kennisetningum. En ég skal nú hverfa
frá þessum almennu hugleiðingum og vikja nokkuð að einstökum köflum.
Um innganginn get ég verið stuttorður, en þar drepur höfundur nokk-
uð á skyldleika íslenzku við önnur mál, orðaforða tungunnar, tökuorð og
nýgervinga. Kveður hann svo að orði, að nýgervingasmíð hafi færzt mjög
í aukana í byrjun 19. aldar, og má það til sanns vegar færa. En mér fynd-
ist þó réttara að miða fremur við lok 18. aldar, þ. e. a. s. útkomu Lærdóms-
listafélagsritanna. Þá þykir mér ekki fara vel á því, úr því að tökuorða
er getið á annað borð, að nefna engin lánsorð úr dönsku eða norsku og
á þeirri forsendu, að áhrif þessara tungna hafi einkum verið fólgin í
milliliðastarfi. Um einstök atriði skal ég annars ekki ræða, en nefna það
eitt, að mér þykir efasamt, að orðið prjónn sé tökuorð úr fornensku. Menn
hafa deilt inn uppruna þess, sumir ætla það komið úr grísku (priön), en
aðrir af germönsku bergi brotið. En hvað sem um það er, er ólíklegt, að
orðið sé komið inn í norræn mál úr fe. (sbr. nno. prjona, d. máll. pryn,
sæ. pryl, með l fyrir áhrif frá syl, o. s. frv.).
Undirstöðuatriði hljóðfræðinnar er sá kaflinn, sem höfundi hefur tek-
izt sízt að mínum dómi. Bæði er það, að kaflinn er ónógur og sumt er
þar rangt. Rangt er það t. d., að sérhljóð séu kölluð lokuð, miðlæg eða
opin eftir stöðu varanna (gr. 27), og eins hitt, að é tákni tvíhljóð í nú-
tímamáli íslenzku, eins og höfundur segir í 28. gr. Hæpið þykir mér að