Skírnir - 01.01.1951, Síða 235
Skírnir
Ritfregnir
227
teljan þann einn mun á hörðum og linum lokhljóðum nútímamálsins,
að talfærunum sé beitt af mismunandi styrkleika, en láta þess svo aðeins
getið eftir á, að lokhljóð geti verið fráblásin. Fleira mætti tína til af
þessu tagi, en því skal sleppt að sinni. Illa kann ég við nafngiftir höfund-
ar, lokuð hljóð, miðlæg og opin, og finnst mér, að skýrara hefði verið
og rökréttara að taka alveg upp heiti Björns Guðfinnssonar og hafa þá
gömlu nafngiftimar i svigum, ef þurfa þótti.
Að því er tekur til framburðar einstakra hljóða fornmálsins, skal þessa
getið: Mér finnst liklegast, að au hafi verið borið fram Qu, en ekki sem
á í nýmálinu. Eins er mér til efs, að ey hafi að framburði til helzt svar-
að til þý. eu; sennilegra er, að það hafi verið borið fram líkt og au í
nútímaíslenzku, en fyrri hluti hljóðsins afkringzt snemma. Höfundur get-
ur ekki um tvenns konar framburð á 0, enda þótt tilorðning þess og síð-
ari þróun bendi ótvírætt í þá átt. Um framburð samhljóða að fomu get-
ur höfundur þess eins, að z hafi þá táknað ts og v og j verið hálfhljóð.
Ekki er minnzt á, að f hafi upphaflega verið tvívömngur, né heldur
vikið að framburði á löngu 1 og n o. fl. Um áherzluna farast höfundi
m. a. svo orð (gr. 41), að ósamsett orð, þríkvæð og ferkvæð, hafi haft
aukaáherzlu á þriðja atkvæði. Þessu líkt stendur og i málfræði Jakobs
Smára, og fæ ég ekki séð, hvernig því verður komið heim, að þvi er þri-
kvæðu orðin varðar.
Ég hef nefnt hér nokkur atriði, sem mér þykja miður fara, en sem
óður segir, finnst mér kaflinn í heild ónógur. Hefði ekki verið hentugra
að lýsa nánar myndun einstakra málhljóða og víkja þá m. a. að hugsan-
legum breytingum þeirra, áhrifum grannhljóða o. s. frv., einkum með
hliðsjón af þeim hljóðbreytingum, er raktar em síðar í bókinni? Ekki
hefði þetta þurft að lengja kaflann að mun. En nemendum hefði með
þessu móti veitzt nokkur skilningur á „fysiologiskri" undirstöðu hljóð-
myndunar a. m. k. og þeir þannig orðið færari um að gera sér grein fyr-
ir þvi efni, er síðar kemur. Auk þess hefði kaflinn þá ekki orðið jafn utan-
veltu í hókinni og nú er.
Þátturinn rnn sögulegu hljóðfræðina er, sem fyrr getur, allrækilegur
og fróðlegur. Þó finnst mér framsetning höfundar nokkuð óskipuleg og
óhentug á stundum. Yngri og eldri breytingar em oft raktar samhliða, en
yfirsýnin fer forgörðum. Ég held, að happasælla hefði verið að rekja
breytingarnar meir í timaröð, eftir málsögulegum tímabilum. Með því
hefði framsetningin orðið skýrari og breytingarnar enda skiljanlegri. Vel
hefði höfundur mátt læra af vinnubrögðum yngri málfræðinga, að því er
varðar kerfun hljóða og athugun á kerfisbundnum hljóðbreytingum, og
hefði kaflinn i heild getað grætt á því.
Höfundur lætur þess hvergi getið, er hann ræðir hljóðskiptin, að sér-
hljóð þau, er þeim tóku, gátu ýmist verið stutt eða löng að uppruna.
Hann nefnir t. d. ekki, að hvarfstig löngu einhljóðanna hafi verið a (t. d.
láta : latur o. s. frv.). Og í neðanmálsgrein, þar sem nokkuð er drepið á