Skírnir - 01.01.1951, Síða 236
228
Ritfregnir
Skímir
eðli hljóðskiptinganna og uppruna og m. a. rætt um veiklun og hvarf, er
hvergi að þessu vikið. Þetta er í sjálfu sér ekki mikið atriði, en veldur þó
ýmiss konar ruglingi, er höfundur ræðir um tvöföldunarsagnirnar síðar.
Timasetning höfundar á hljóðvörpunum er nokkuð á reiki, shr. gr. 8
og gr. 49 og 50. Ónákvæm er og orðun höfundar um hreytingar á mynd-
unarstað hljóða i sambandi við hljóðvörpin (gr. 48). Þar er ekki eingöngu
um það að ræða, að hljóðverpta sérhljóðið myndist aftar eða framar í
munni en áður, heldur fjarlægist það oftast eða nálægist um leið, og
samfara kringinguruii er lika breyting á myndunarstað. Ekki þykir mér
heldur rétt að kalla a-hljóðvarpið uppgómkvætt, breytingin u>o táknar
t. d., að u verður fjarlægara og líklega frammæltara en áður, enda er a
fremur miðmælt en hakmælt sérhljóð. Vafasöm eru dæmi þau sum hver,
er höf. tilfærir um a-hljóðvarpið, eins og t. d. friðr : -freðr, virðar : verðung,
og jafnvel sonur. Eins held ég, að undantekningarreglumar séu ekki ör-
uggar. Höf. getur þess t. d., að i hafi ekki tekið a-hljóðvarpi, ef g eða k
fóru á undan því, og u ekki, ef langt g fór á eftir, og nefnir sem dæmi
skipa og rugga. Hér í mót mætti tilfæra orð eins og keppur, goggur o. fl.
Um hljóðfærsluna germönsku kveður höf. m. a. svo að orði (97. gr.),
að indóevrópsk „bh, dh, gh (fráblásin hljóð)“ hafi orðið „b, d, g (rödduð
hljóð)“ i germönskum málum, og í neðanmálsgrein getur hann þess svo,
að þau hafi misst röddun sína í upphafi orða í frumnorrænu. Hér er
eitthvað málum blandað, því að hingað til hafa menn tíðast haft fyrir
satt, að áðumefnd indóevrópsk hljóð hafi orðið rödduð önghljóð í ger-
mönsku, en breytzt snemma í lokhljóð í framstöðu og tvöföldun og á
eftir nefhljóðum. Hins vegar geta þau enn haft nokkra röddun í fram-
stöðu, ef svo ber undir. Höfundur nefnir þá eina undantekningu frá ger-
mönsku hljóðfærslunni, að hörðu lokhljóðin hafi haldizt á eftir s í fram-
stöðu. En hann lætur þess ógetið, að t hélzt óbreytt á eftir p, s og k í
bakstöðu og p og k á eftir s, og veldur þetta ruglingi síðar meir.
Röng er sú regla höfundar (gr. 50,9), að iu hafi ekki orðið jó í ís-
lenzku, nema ef tannhljóð eða h eða m fóru á eftir, iu varð einnig jó á
undan 1, r og s (sbr. skjól, þjór, gjósa o. s. frv.). Liku máli gegnir um þá
staðhæfingu höf. (95. gr.), að u-ið í nf.endingu kvk.-orða falli ávallt burt
á undan greini. Hann nefnir sem dæmi lifur : lifrin, en gáir þess ekki,
að r-ið er stofnlægt i þessu orði, en ur-ending helzt í orðum eins og
æður-in, brúður-in, vættur-in, gýgur-in o. s. frv.
Ýmislegt mætti tína til af minni háttar misfellum. Engin uppbótar-
lenging hefur t. d. átt sér stað í orðinu nál, þ. nadel. Stofnhljóð þess var
langt frá upphafi í öllum germönskum málum (sbr. gotn. neþla, fe.
næþl, fhþ. nádala). Þá held ég, að s. kólna sé helzt til valt dæmi um
lengingu á undan ln. Stofnsérhljóðið hefur efalítið verið langt frá upphafi,
sbr. Larson: Ordförrádet, og ísl. s. kala, kól og kæla (s. og f.), nno. kðlna,
d. kölne(s) o. s. frv. Orðið er sjálfsagt myndað af týndu lo. (sbr. þ. kiihl)
líkt og t. d. fúlna af fúll. Kulna og kulinn hafa hins vegar upphaflegt u