Skírnir - 01.01.1951, Síða 238
230
Ritfregnir
Skímir
þessum efnum. Höfundur nefnir að vísu stundum, að orð flytjist á milli
beygingarflokka, en hvergi er neitt yfirlit um það, hvaða beygingarflokk-
ar séu í rýmun eða stöðnun og hverjir séu í vexti.
Ég skal nú drepa örstutt á einstök atriði. Mér finnst óviðkunnanlegt
að flokka orð eins og veggur, leggur, seggur, hryggur o. s. frv. undir
i-stofna án þess að geta þess, að þau hafi áður tilheyrt öðrum beygingar-
flokkum, með því líka að hljóðfræðileg mynd þeirra verður annars lítt
skiljanleg. Orðið kvistur er ranglega talið til i-stofna, en er síðar nefnt
með u-stofna-orðum, sem vera ber. Þá hefði og mátt geta þess, að kostur
var upphaflega u-stofn, enda minjar um þá beygingu í fornu máli og síðar.
Ekki er það alveg öruggt, að engin dæmi séu til um hvorugkennda jan-
eða wan-stofna í íslenzku. Eða hvað er um orðið nýra, hvaðan stafar hljóð-
verping þess? Er hún ef til vill komin frá hinum fornu þgf.- og ef.-end-
ingum an-stofnanna (sbr. gotn. watin, watins)? önnur íslenzk orð þessa
flokks bera reyndar engar minjar slíks hljóðvarps, og an-endingin virðist
snemma hafa komizt inn í þessi föll eftir rúnaristum að dæma. Eða hefur
nýra af einhverjum ástæðum fengið jan-stofnabeygingu í norrænum mál-
um? tlr þessu verður ekki skorið með vissu. En hitt er auðsætt, að tví-
myndir hafa snemma skapazt af orðinu, sbr. fsæ. niura, nyre, og í íslenzku
lifir gamla óhljóðverpta myndin líklega enn í orðinu njórafótur. Að því
er tekur til wan-stofna í hvk. má hins vegar minna á það, að orðin hjú
og hjón eru sjálfsagt leifar slikrar flt.-beygingar.
Það þykir mér nokkur annmarki, að höfundur skuli ræða sagnbeyging-
una án þess að víkja nokkuð að eðli tíða og verknaðarháttar („aktions-
art“). Hann segir framtíðina myndaða með munu, en getur þess hvergi,
að nútíðin sé notuð í framtíðarmerkingu (í „punktuellum" sögnum a. m.
k.), en samsettu tíðirnar með munu og þó einkum mundu feli tíðast í
sér meiri eða minni háttarmerkingu.
Nokkurs rughngs finnst mér gæta í kaflanum um tvöföldunarsagn-
irnar. Höfundur fylgir þar þeirri kenningu, að upphafleg beyging þess-
ara sagna í norrænu hafi verið með sama hætti og í gotnesku, en norr.
þt. myndimar hafi síðan breytzt fyrir brottfall og samruna. Á hinu leit-
inu tilfærir hann endurgerðar þt.myndir eins og t. d. hekk . . . < ’heng,
fekk . . . < *feng, sem em svo fomeskjulegar, að manni verður á að spyrja,
hvenær brottfallið og sammninn hafi eiginlega gerzt. Þetta kann að vera
smávægilegt og kannske saklaust. Hitt þykir mér óþarft og reyndar við-
sjárvert, að vera að flokka tvöföldunarsagnirnar eftir hljóðskiptaflokkum
sterku sagnanna, ausa og auka o.s.frv. eftir 2. fl.; fá, falla . . . eftir 3. fl.;
gráta, láta . . . eftir 4. og 5. fl. o.s.frv. Þetta er líka í mótsögn við sjálfa
forsendu þeirrar kenrdngar um tvöföldunarsagnirnar, er höf. aðhyllist,
sem sé að tvöföldunarforskeyti þeirra hafi haldizt svona lengi, vegna þess
að hljóðskipti þeirra vom horfin, eða ekki fyrir hendi, eða þá svo óvenju-
leg, að þau áttu sér enga samsvöran í beygingu sterku sagnanna (sbr. t. d.
gotn. haitan : haihait, aukan : aiauk, háhan : haiháh, létan : lailöt o.s.frv.).