Skírnir - 01.01.1951, Page 239
Skírnir
Ritfregnir
231
Það fær ekki heldur staðizt, að sagnir eins og t. d. auka og ausa hafi í
nútið þt.hljóðskipti 2. fl. sterkra sagna. Hljóðskiptastig í þt. var idg. ou,
en auka og ausa hafa idg. au, shr. lat. augere, haurire. Svipuðu máli gegn-
ir um sumar sagnirnar í 3. fl. tvöföldunarsagna, stofnhljóðs-a-ið í nútíð
þeirra er ekki orðið til úr idg. o, heldur idg. a, á, a... (sbr. t. d. s. fá : lat.
páx, pango og falla : lit. puölu o. fl.). Hljóðskiptin í s. láta og gráta sam-
svara ekki heldur hljóðskiptum 4. og 5. fl. Þær hafa upprunaleg löng sér-
hljóð í fullstigi, en löngu sérhljóðin í 4. og 5. fl. eru þanstig. Gráta (og
láta) heyra til 7. hljóðskiptaröð, eins og höf. hefur líka réttilega drepið á
fyrr í bókinni.
Um beygingu én-sagna getur höf. þess m. a., að hef (1. pers. et. nt. frsh.
af að hafa) sé ung mynd og til orðin fyrir áhrif frá krefja—kref. Þetta
fær varla staðizt. 1 fyrsta lagi væri það með ólikindum, ef ein tíðhafðasta
sögn málsins færi að laga sig eftir sögn eins og krefja, sem hún átti ekk-
ert sameiginlegt með nema beygingarmyndina í þt. 1 annan stað er þess
að geta, að hef á sér samsvörun í fsax. habbiu t. d. og er reyndar i sam-
ræmi við upphaflega beygingu én-sagnanna, -i- í l.pers. et. (og 1. og 3.
pers. flt.), en annars -ai-, sbr. fsl. veljo : veleti, lit. myliu : myleti o.s.frv.
Þá skal ég geta þess, að mér þykir óviðkunnanlegt, að höfundur skuli
taka orðið sumar sem beygingardæmi um hvorugkennda a-stofna í fornu
máli án þess að láta þess jafnframt getið, að það kemur þá fyrir í kk.;
og telja reyndar sumir, að enn eimi eftir af þeirri beygingu. Fleira mætti
tína til, en bezt er að sleppa því og gera þá játningu að lokum, að ég hef
aldrei getað skilið, hvers vegna orðin tvistur, þristur, fjarki o.s.frv. eru
talin til töluorða og kölluð tölunafnorð, en ekki einfaldlega nafnorð.
Orðmyndunarkaflinn er talsvert rækilegri en áður hefur tíðkazt í
kennslubókum í íslenzkri málfræði, og er það vel. Viðskeytin eru talin
upp í stafrófsröð, og virðist höfundur einkum ganga út frá núverandi
mynd þeirra í islenzku. Nefnir hann þarna t. d. viðskeytin -ir og -i, en
hefur þó áður rætt um ia- og ín-stofna. Slík aðferð er að mínum dómi
bæði óþörf og óhentug. Hún getur hæglega leitt til þess, að sleppt sé við-
skeytum, sem nú eru horfin að meira eða minna leyti, eða að mismun-
andi viðskeytum sé slengt saman, vegna þess að þau eru nú eins, eða þá
að sama viðskeytið sé klofið í tvennt, vegna þess að það kemur fram í
mismunandi myndum. Mér finnst t. d. óviðeigandi, að j-viðskeytis no. og
lo., sem gætir svo mjög í orðmyndun allra germanskra mála, skuli hvergi
getið nema rétt í sambandi við ia-stofna. Auk þess fæ ég ekki séð, að ia-
og in-stofnar eigi nokkuð meiri rétt á rúmi þarna en t. d. an- og ön-stofn-
ar o.s.frv. Sem dæmi um það, hvemig mismunandi viðskeytum er ruglað
saman, skal ég nefna orðið mýsla. Það er flokkað undir 1-viðskeyti með
orðum eins og afl, vagl og geil, enda þótt viðskeyti þess sé reyndar -il-,
eða hvaðan skyldi hljóðvarpið annars stafa? Um viðskeytið -il- lætur höf.
þess hins vegar getið, að það sé algengt í kk-orðum. Fleiri dæmi af svip-
uðu tagi mætti nefna, t. d. eru viðskeytin í hrafn, nafn og raun, blámi