Skírnir - 01.01.1951, Blaðsíða 240
232
Ritfregnir
Skírnir
og mjöðm, hreinsa og hugsa af ólíkum toga. N-ið í nafn og hrafn er
ættað úr fornri an-stofnabeygingu, m-ið í mjöðm gamalt hástigsviðskeyti
lo. (-(u)m-) og s-ið í hugsa líklega komið frá gömlum es-stofni. Svipaðar
athugasemdir mætti gera við sk-viðskeytið og n-viðskeyti sagna. Viðskeytið
-rænn er oftast skýrt á annan veg en höf. gerir, en ekki skal það nánar
rakið hér. Þá er það og rangt, að germönsku viðskeytin -þu- og -þra- hafi
breytzt í t- og tr- í íslenzku í orðum eins og kostur, máttur, hlátur o.s.frv.
Indóevrópskt t hélzt óbreytt á eftir s, k og p. Einstaka viðskeyti vantar
í upptalninguna, eins og t. d. -ang (hunang, mundang), -am (fóam), -ld
(sáld, bíldur) o. fl. Þá finnst mér og, að höfundur hefði mátt víkja nánar
að merkingarhlutdeild ýmissa viðskeyta og skýra frekar uppmna sumra
þeirra. Á ég þar m. a. við viðskeyti eins og -ild-, -ing-, -ung- og -ótt-, en
það segir höf., að sé til orðið úr -uht-, en setur það þó ekki í samband
við -ug-.
Ég skal svo nefna örfá dæmi um vafasamar skýringar höfundar á ein-
stökum orðum. Ég held t. d., að fylkir sé leitt af fólk, en ekki af s. fylkja,
og að viðskeytið í gáski sé fremur -sk- en -k, sbr. gá (f.) — galsi. Þá er
mér til efs, að lýsigull, lesmál og sæmilegur hafi sagnleiddan fyrri lið,
sbr. no. lýsi, les og sæmileikr og lo. sæmr. Einnig efast ég um skýringu
höf. á i-inu í Élivogar og u-inu í ráðu- og sökunautur o.s.frv. Orðið lind
er af ýmsum talið upphaflegur io-stofn, en auk þess kemur fyrir i fomu
máli hvk-orðið lindi, og er líklegast, að linditré sé af þvi dregið, sbr. eiki-
viður, eskiviður, espitré. Ekki vil ég heldur kannast við, að forskeytið ör-
hafi merkinguna „frum“ í orðum eins og örkuml, örlög og ömefni.
Þetta sem hér er talið, heyrir frekast til smáatriðum. Meginannmarki
þessa kafla finnst mér hins vegar sá, að ekki er neitt að því vikið, með
hvaða hætti orðmyndun gerist (t. d. fyrir samstöðu orða í setningum,
samræmismyndanir o.s.frv.). Viðskeytin eru talin upp í stafrófsröð, en
engin grein gerð fyrir því, hver þeirra séu dauð arfleifð og hver lifandi
og frjó.
Um merkingarfræðikaflann skal ég vera fáorður. Þar er efninu einna
bezt skipað, enda hefur höfundur fjallað um það áður. Reyndar má
deila um einstakar kennisetningar og dæmi, en því skal sleppt hér. Sum-
um kann að virðast, að sérstakur kafli um merkingarfræði eigi ekki heima
í stuttri kennslubók. En mér sýnist gagnlegt að fá þetta yfirlit, með þvi
líka að svo til ekkert er til um þessi efni á islenzku. Ég hefði annars
kosið, að setningarfræðinni væru gerð nokkur skil, og hefðu orðmyndunar-
og merkingarfræðikaflamir getað grætt á því. En um það tjáir ekki að
sakast.
Þess er áður getið,, að mér þykir kenna nokkurrar ónákvæmni hjá höf.
í orðun reglna og dæmavali, og hef ég þegar drepið á sumt af því. Fleira
mætti tína til, eins og t. d. fyrstu setningarnar í meginmáli bókarinnar,
en ekki mun það rakið hér. Hins vil ég geta, að ég kann þvi illa, hvemig
höf. notar orðið jafnan, og skal ég nefna dæmi: „11, nn tákna jafnan dl,