Skírnir - 01.01.1951, Side 241
Skírnir
Ritfregnir
233
dn“, ... „ef orð hefst á p í íslenzku, er jafnan um tökuorð að ræða.“ Höf-
undur leggur hér sjálfsagt aðra merkingu í orðið jafnan en lesendur hans
margir munu gera. En allt að einu er ótækt að nota þarna orð, sem get-
ur valdið misskilningi.
Nokkrar prentvillur hef ég rekizt á í bókinni, og eru þessar helztar
þeirra, er efnisatriði varða: 1 gr. 156 stendur horr, feitletrað beygingar-
dæmi, í stað hjQrr, og í gr. 210 segir: „gás er nú í flt. gæs“, á að vera í et.
Þá vildi ég og mega flokka ef. *sjalar, sem að ofan getur, með prent-
villum.
Ég hef nú gerzt allfjölorður um þessa hók og vikið að nokkrum misfell-
um, er mér þykja á henni vera. En ýmsa kosti hefur hún líka, sem fyrr
greinir. Svo er og á það að lita, að frumsmíð stendur jafnan til bóta —
og um sum þessi atriði, eins og inntak og efnisskipan einstakra kafla,
má að sjálfsögðu deila. En ónákvæmni sú, er óður getur og nokkuð
bryddir á í bókinni, á sér enga afsökun. Þess konar misfellum hefði mátt
komast hjá með rækilegum yfirlestri, og slíks þurfa málfræðirit við flest-
mn bókum fremur.
Um hitt, hversu hentug bókin kann að reynast við kennslu, skal ég
ekki ræða og engu um það spá, en ýmiss konar fróðleik hefur hún að
geyma fyrir hvern þann, er áhuga hefur á þessum efnum.
Ásgeir Bl. Magnússon.
Sigurd ICoIsrud: Nynorsken i sine m&lföre. I kommission hos Jacob
Dybvad. Oslo 1951 vii, 144 bls.
Þetta er mjög velkomin og handhæg bók um norskar mállýzkur. Byrj-
ar höfundur ó þvi að lýsa mállýzkunum í áherzlu og hreim og lengd
hljóða. Þá lýsir hann mállýzkunum í sérhljóðum og samhljóðum og loks
i málmyndum. Þá tekur hann fommálið og ber mállýzkurnar saman við
það. Síðan lýsir hann mállýzkunum sjálfum, fyrst hinum stóru svæðum,
sem hafa sömu einkenni í framburði eða málmyndum, svo sem aust-
norsku og vestnorsku, upplandamálum og norðurnorsku, svo að nokkur
hinna stóru málsviða séu nefnd. Þá kemur lýsing á málinu í einstökum
fylkjum frá Austfold til Finnmerkur. Að endingu eru tveir kapítular,
annar um bæjamál og bókmál, hinn um rannsóknir á mállýzkunum frá
Ivari Aasen fram á þennan dag. Loks er skrá tækniorða og kort.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margt er líkt með íslenzku
og vestnorsku mállýzkunum, og er það alveg sjálfsagt, að norrænumenn
hafi þessa bók við höndina við nám sitt, en auk þess munu margir Islend-
ingar hafa gagn og gaman af að lesa hana.
Stefán Einarsson.