Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 242
234
Ritfregnir
Skímir
Leikritin 1930—51.
Áður hafa verið nefnd leikritin þrjú, sem sýnd voru við vigslu Þjóðleik-
hússins og út gefin á sama ári að þvi tilefni, Nýársnóttin, Fjalla-Eyvindur
og íslandsklukkan (Snæfríður Islandssól). Það var fengur í þessum leik-
ritum, einkum hinu nýja leiksviðsverki Halldórs Laxness, hin voru áður
út gefin, en torfengin í fyrri útgáfum é bókamarkaðinum.
Það háir allri leikstarfsemi hér á landi, hve litið kemur fram af sýn-
ingarhæfum leikritum í handhægum útgáfum. ÍJtgefendur berja því við,
að fólk fáist ekki til að lesa leikrit, leikritaútgáfa borgi sig ekki. Gott og
vel, fólk vill sjá leikrit á leiksviði, fólk er meira að segja mjög sólgið
í sjónleiki hér á landi, á hverjum vetri er leikið eitthvað é 50—60 stöð-
um á landinu utan Reykjavíkur. Ef félögin, sem standa að þessum sýn-
ingum, gerðu sér að reglu að taka þann eintakafjölda af hverju nýju prent-
uðu leikriti, sem sýning þess krefst (eintak fyrir hvern leikanda, leikstjóra
og hvislara), myndi þetta vera góður styrkur fyrir leikritaútgáfu. En til
að veita þennan styrk setja félögin það sjálfsagða skilyrði, að leikritin séu
sýningarhæf og útgáfan eins ódýr og handhæg og kostur er á.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur nú einmitt ráðizt í útgáfu leikrita
með því sniði, að koma ætti leikfélögum landsins og öllum almenningi
að sem mestum notum. Þessi virðingarverða tilraun er studd af Þjóðleik-
húsinu, sem leggur til handrit og hefur eftirlit með útgáfunni, og því
verður ekki trúað að óreyndu, að tilraunin mæti skilnings- eða sinnuleysi
hjá leikfélögum og öðrum, sem ættu að sjá sinn hag í að efla hana.
Þó að mér sé málið skylt, get ég ekki orða bundizt, svo mjög hefur
vanhagað um einmitt slíka leikritaútgáfu á íslenzkum bókamarkaði sem
Leikritasafn Menningarsjóðs er. Án þess að ræða val leikritanna, sem
út eru komin, en þau eru fjögur talsins, eða gera hin einstöku leikrit að
umtalsefni, hygg ég, að mér sé samt óhætt að fullyrða, að bókasafnend-
um og almennum lesendum jafnt og leikfélögum sé nokkur fengur í safn-
inu. Þessi leikrit eru þegar komin út: Leikrit Sigurðar Péturssonar,
Hrólfur og Narfi, gefin út eftir eiginhandarriti höfundar, og Landa-
fræði og ást, gamanleikur í þremur þáttum eftir Björnstjerne Bjömson
í þýðingu Jens B. Waage, bæði heftin gefin út fyrra árið, 1950. Síðara
árið, 1951, komu svo út þriðja og fjórða heftið í þessu safni: Maður og
kona, alþýðusjónleikur í fimm þáttum eftir samnefndri skáldsögu Jóns
Thoroddsens, búinn fyrir leiksvið af þeim frændum, Emil Thoroddsen og
Indriða Waage, og ímyndunarveikin, gamanleikur í þremur þáttum eft-
ir Moliére í þýðingu þeirri, sem höfð var til sýninga leiksins í Þjóðleik-
húsinu í fyrra. önnur leikrit eru nú í undirbúningi, á meðal þeirra
Piltur og stúlka og Á útleið.
Bókaútgáfan Helgafell hefur valið hinn kostinn, að gefa út leikrit í
fáum tölusettum eintökum fyrir safnendur. Þeir munu varla vera fleiri
en 200 á öllu landinu, og er þá útgáfan tryggð með hæfilega háu verði,
en óbætt er eftir sem éður úr þörf leikfélaganna og alls almennings, því